Jólablað Gróttu komið út í áttunda sinn

Eins og flestir vita kom jólablað Gróttu út rétt fyrir jólin, í áttunda sinn. Blaðið er nú komið á netið, og hægt er að skoða það hér fyrir neðan eða í gegnum þennan link hér.

Blaðinu var ritstýrt af Benedikti Bjarnasyni sem fékk góða aðstoð frá Magnúsi Erni Helgasyni, ljósmyndaranum Eyjólfi Garðarsyni og síðast en ekki síst sá Elsa Nielsen um hönnun og umbrot blaðsins.

Blaðið er mjög veglegt, en í því má m.a. finna flott viðtöl við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðskonu, og Bjarka Má Ólafsson, þjálfara Al-Arabi í Katar, ásamt skemmtilegum fótboltamyndum og fréttum frá liðnu ári.

Ingi húsvörður lætur af störfum

Ágúst Ingi Ágústsson eða Ingi húsvörður lét af störfum í íþróttahúsi Gróttu fyrir rétt rúmrí viku síðan. Ingi hóf störf í íþróttahúsinu 2. janúar 1989 og hafði því starfað samfleytt hjá Seltjarnarnesbæ í tæp 29 ár.

Halda áfram að lesa

Á þriðja hundrað iðkenda hlýddu á Pálmar

Í vikunni hafa vel á þriðja hundrað iðkenda allra þriggja deilda Íþróttafélagsins Gróttu hlýtt á fræðsluerindi Pálmars Ragnarssonar. Í fyrirlestri fyrir íþróttaiðkendur fjallar hann á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.

Halda áfram að lesa