Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Segja má að upphaf handboltastarfsins eftir stutt sumarfrí sé Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu í handbolta í ágúst. Þá lifnar Íþróttahús Gróttu aftur til lífsins og allt verður eins og á að vera. Undanfarin ár hafa skólarnir verið vel sóttir en í ár mun Maksim Akbachev yfirþjálfari hafa veg og vanda að námskeiðinu ásamt frábæru þjálfurum deildarinnar.

Halda áfram að lesa

Emelía og Lilja Lív valdar í hóp U16 ára landsliðsins

Gróttukonurnar Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir hafa verið valdar í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman á Selfossi í júní. Æfingarnar fara fram dagana 21.-24. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí í sumar. Gangi ykkur vel stelpur 🇮🇸

Andri Helga gerir tveggja ára samning

Andri Þór Helgason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Andra Þór þarft vart að kynna fyrir Gróttufólki eða öðru handboltaáhugafólki en hann hefur verið einn albesti vinstri hornamaður Olísdeikdarinnar undanfarin ár. Andri er jafnframt fyrirliði Gróttuliðsins.

Halda áfram að lesa

Æfðu eins og atvinnumaður

Knattspyrnudeild Gróttu býður í sumar upp á afreksæfingar fyrir leikmenn á aldrinum 2007-2010 (4. og 5. flokkur karla og kvenna).

Á æfingunum verður einblínt á færni en þær verða leiddar af þjálfurum knattspyrnudeildarinnar ásamt þeim Paul Western og Dom Ankers sem eru gestaþjálfarar hjá Gróttu í sumar. Paul, sem er 41 árs Englendingur, hefur komið víða við en hann var aðstoðarskólastjóri Craig Bellamy Academy í Sierra Leone, yfirþjálfari Chelsea-akademíu í Kína og nú síðast stýrði hann akademíu í Lesótó í Afríku. Paul er að klára UEFA-A og UEFA-Youth þjálfaragráður og hefur góða reynslu af því að þjálfa börn og fullorðna á öllum aldri og frá mismunandi bakgrunnum. Dom, sem er 26 ára Englendingur, stundaði nám við Loughborough íþróttaháskólann sem er einn sá virtasti í heimi og lauk þar prófi þar í íþrótta- og hreyfingafræði. Dom starfaði sem þjálfari í Loughborough en hefur síðastu ár þjálfað hjá Norwich City. Hann hefur unnið með knattspyrnuiðkendur á öllum aldri, frá ungum börnum til fullorðinna. Æfingarnar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í klukkutíma í senn og ákveðið þema mun einkenna hverja æfingu. Æfingarnar verða fyrir hádegi en nánari tímasetningar verða kynntar þegar nær dregur. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 14. júní og er vikulangt.

Skráning er hafin á sportabler.com/shop ✍️

Hákon valinn í hóp U21 ára landsliðsins


Gróttumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er í hóp U21 árs landsliðsins sem æfir dagana 1.-3. júní. U21 karla hefur undankeppni EM 2023 í september þegar liðið mætir Hvíta Rússlandi ytra 2. september og Grikklandi 7. september hér heima. Önnur lið í riðlinum eru Portúgal, Kýpur og Liechtenstein.
Til hamingju Hákon 🇮🇸