Svanhildur Sunna, Lovísa, Ásdís, Ragnhildur, Ísól, Hildur og Agnes kepptu í 2. þrepi í síðasta hluta Þrepamóts FSÍ í dag.
Continue readingÞrepamót FSÍ í 1.-3. þrepi
Um helgina fer fram Þrepamót FSÍ í 1.-3. þrepi. Í morgun kepptu Linda, Hrefna María, Ísold og Karitas í 3. þrepi og stóðu sig vel.
Continue reading1. þrep á Þrepamóti FSÍ
Sif, Saga og Freyja kepptu í 1. þrepi á Þrepamóti FSÍ í dag.
Continue readingPétur Theodór Árnason er íþróttamaður Seltjarnarness
Pétur Theodór Árnason var valinn íþróttamaður Seltjarnarness við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness í gær.
Pétur er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann er 24 ára gamall og lék upp alla yngri flokkana með Gróttu. Þegar Pétur var aðeins 16 ára gamall spilaði hann sína fyrstu leiki með Gróttu í 1. deild og lék einnig með U16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Þá um haustið fór Pétur á reynslu til enska liðsins Reading og var viðloðandi landsliðshópa næstu misseri. Sumarið 2013 lenti Pétur í því áfalli að slíta krossband í hné og ári síðar, eftir margra mánaða endurhæfingu, slitnaði krossbandið aftur. Síðan þá hefur ferill Péturs farið smám saman upp á við en hann kom sterkur inn í Gróttuliðið um mitt sumar 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp
úr 2. deild.
Árið 2019 var ár Péturs Theodórs. Hann var markahæsti leikmaður Mjólkurbikarsins með 9 mörk og var lykilmaður í liði Gróttu sem sigraði Inkasso-deildina eftirminnilega í sumar. Pétur var valinn besti leikmaður fyrri hluta mótsins, hann var markakóngur deildarinnar með 15 mörk
í 22 leikjum og í lok tímabilsins var Pétur í liði ársins! Pétur Theodór var valinn leikmaður ársins hjá Gróttu á lokahófi meistaraflokkanna en einnig var hann kjörinn leikmaður leikmanna af liðsfélögum sínum.
Pétur er mikill liðsmaður með stórt Gróttuhjarta. Hann æfir af krafti og hugsar vel um sig utan vallar. Fyrirmyndarleikmaður í einu og öllu. Pétur var einnig valinn íþróttamaður Gróttu 2019.
Íþróttakona Seltjarnarnes
Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016.
Continue readingSesselja fimleikaþjálfari ársins á Íslandi
Uppskeruhátið Fimleikasambands Íslands fór fram í húsakynnum FSÍ í Laugardag í gær. Við það tækifæri eru þeim sem skarað hafa fram úr í íslenska fimleikaheiminum á yfirstandandi ári veittar viðurkenningar. Sesselja Hannele Järvelä, yfirþjálfari áhaldafimleika hjá Gróttu, hlaut viðurkenningu sem þjálfari ársins.
Continue readingÍþróttakona Gróttu – Nanna Guðmundsdóttir
Kjör Íþróttamanns- og konu Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsalnum í gær. Svo fór að okkar eina sanna Nanna Guðmundsdóttir var valin íþróttakona Gróttu.
Continue readingMeistaraflokkur karla í 4. sæti í valinu á liði ársins
Kvennalið Vals í körfubolta var valið lið ársins á kjöri Íþróttamanns ársins í Hörpu þann 28. desember s.l. Þess ber að geta að karlalið Gróttu í knattspyrnu var í fjórða sæti í valinu á liði ársins! Eins og kunnugt er sigruðu strákarnir Inkasso-deildina sem nýliðar, eftir að hafa verið spáð 9. sæti fyrir mót. Ekkert knattspyrnulið hlaut fleiri atkvæði í kjörinu og má því að segja að Grótta sé knattspyrnulið ársins að mati íþróttafréttamanna!
2. flokkur kvenna í 3. sæti Íslandsmótsins
2. flokkur kvenna lauk nýverið keppni í Íslandsmótinu og enduðu þær í 3. sæti mótsins.
Continue readingLokahóf meistaraflokka Gróttu
Lokahóf meistaraflokka Gróttu fór fram í gærkvöldi eftir vægast sagt frábært sumar.
Continue reading