Grótta nældi sér í stig á Meistaravöllum

Grótta nældi sér í stig á Meistaravöllum í dag í fyrsta deildarleik Gróttu og KR 🙌🏼
Liðin buðu upp á alvöru nágrannaslag í fallegu en köldu veðri í Vesturbænum. Staðan var 0-0 í hálfleik en Karl Friðleifur Gunnarsson kom Gróttu yfir á ’54 mínútu eftir stoðsendingu frá Kristófer Orra Péturssyni. KR tókst að jafna metin á ’70 mínútu og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Næsti leikur hjá strákunum er gegn KA á Vivaldivellinum kl. 16:15 á sunnudaginn. Næstu leikir eru gríðarlega mikilvægir og þar þurfa strákarnir okkar stuðning í stúkunni! Sjáumst á vellinum 👊🏼
Mynd: Eyjólfur Garðarsson 📸

3. flokkur kvenna í úrslitum Íslandsmótsins

3. flokkur kvenna eru komnar í úrslit Íslandsmótsins!!! 💥👏🏼

3. flokkur kvenna Gróttu/KR spilaði gegn Þór/KA/Hömrunum í dag í Boganum í undanúrslitum Íslandsmótsins. Lilja Lív Margrétardóttir kom Gróttu/KR yfir snemma í leiknum og Emelía Óskarsdóttir jók forystuna á 29’ mínútu. Heimakonum tókst þó að jafna undir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 í hálfleik. Grótta/KR gaf heldur betur í í seinni hálfleik og Emelía Óskarsdóttir bætti við tveimur mörkum og skoraði þar með þrennu í Boganum í dag. Mörk Gróttu/KR voru geggjuð og þau má sjá í instagram story.
Frábær sigur hjá stelpunum í dag sem leiðir þær í úrslitaleikinn sem fer fram á sunnudaginn kl. 12:00 en keppinautar þeirra verða FH.

Fullorðinsfimleika námskeið

Fimleikadeild Gróttu ætlar að bjóða upp á 8 vikna námskeið í fullorðinsfimleikum frá 16.september-9.nóvember.

Kennt verður á mánudags-, og miðvikudagskvöldum frá klukkan 20:15-21:30 í fimleikasal Gróttu.

Á námskeiðinu eru tvær æfingar á viku þar sem lögð verður áhersla á styrk og þrek annan daginn og fimleikaæfingar hinn daginn.

Fyrsta æfingin á námskeiðinu verður haldin miðvikudaginn 16.september og þá eru allir velkomnir að koma og prófa.

Fullorðinsfimleikar er frábær hreyfing og góð skemmtun fyrir alla og það þarf engan bakgrunn til þess að vera með.

Námskeiðið kostar 25.600 kr, skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarkerfi Nóra (https://grotta.felog.is/). Athugið að einungis er hægt er að skrá sig 2 x í viku og ef það næst ekki næg þátttaka þá fellur námskeiðið niður.

Þjálfari námskeiðsins er Hrafnhildur Sigurjónsdóttir

Rut og Emelía valdar í Hæfileikamót N1 og KSÍ

Þær Rut Heiðarsdóttir og Emelía Óskarsdóttir, 14 ára Gróttustúlkur, hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamóti N1 og KSÍ sem fer fram í Kórnum dagana 26.-27. september. Við óskum stelpunum góðs gengis og til hamingju með valið! 👏🏼