6. flokkur karla á Njarðvíkurmótinu og með bikar heim

6. flokkur karla skellti sér á Njarðvíkurmótið síðustu helgi. Grótta tefldi fram 5 liðum á mótinu en spilað var í Reykjaneshöllinni. Fallegur fótbolti og leikgleði var fremst í flokki og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Lið Gróttu í Ensku-deildinni gerði sér svo lítið fyrir og vann sína deild á mótinu 👏🏼🏆

7. flokkur karla og kvenna á Krónumóti HK

7. flokkar Gróttu skemmtu sér vel á Krónumóti HK helgina 16.-17. nóvember. 7. flokkur karla spilaði í Kórnum á laugardeginum og tefldu drengirnir fram sjö liðum en stelpurnar spiluðu í fimm liðum á sunnudeginum.

Þetta var fyrsta vetrarmótið hjá flokkunum og því mikil tilhlökkun sem stóðst allar væntingar. Sigrar, töp en umfram allt mikil stemning.

4. flokkur kvenna deildarmeistarar í A og B liðum

A og B lið 4. flokks kvenna náðu þeim glæsta árangri í ágúst að verða deildarmeistarar í bæði A og B liðum! A-liðið endaði í 1. sæti eftir að hafa unnið alla sína 12 leiki. Emelía Óskarsdóttir var markahæst í deildinni með 24 mörk, og á eftir henni er Ísabella Sara með 20 mörk, sem er KR megin í liðinu. B-liðið var einnig í 1. sæti með 34 stig eftir 14 leiki. Marín Jóhannsdóttir var þar markahæst með 19 mörk, en hún er KR megin. B-liðið innsiglaði sigurinn með 6-3 sigri gegn Selfoss/Ham/Æg/KFR á KR-vellinum í gær en A-liðið vann einnig sama lið 3-0 í gær.

Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og Bjössa og Íunni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Grótta/KR!

Öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið

Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en hann var starfrækur frá 11. júní til 2. ágúst. Góð mæting var á öll fjögur námskeiðin og voru yfir 300 börn sem sóttu skólann í sumar, og til viðbótar tæplega 70 krakkar sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin gengu gríðarlega vel. Hér má sjá myndir frá starfinu í sumar, en einnig eru fleiri myndir og myndbönd á instagram.com/grottasport. Hlökkum til næsta sumars