Það var ekki bara nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu var 7. og 8. flokkur kvenna ásamt 8. flokki karla á skotskónum, 7. og 6. flokkur karla keppti á Sauðárkróki á Króksmótinu og 5. flokkur karla lék á Selfossi á ÓB mótinu, en meira um það síðar.
Halda áfram að lesa5. flokkur karla á ÓB mótinu á Selfossi
Það er nóg að gera hjá 5. flokki karla, en þeir fóru með 3 lið á ÓB mótið á Selfossi um helgina, og eru einnig að keppa á fullu í Íslandsmótinu. Eins og gengur og gerist í boltanum þá voru bæði sigrar og töp hjá öllum liðum yfir helgina.
Halda áfram að lesaChris Brazell með enska knattspyrnu akademíu Gróttu
Chris Brazell, akademíuþjálfari hjá Norwich, ákvað í vor að söðla um – segja starfi sínu lausu og fara á flakk um heiminn til að kynna sér ólíka strauma í fótboltanum. Framundan eru heimsóknir til Portúgal og Brasilíu en fyrsti áfangastaður Chris er Ísland. Nánar tiltekið Grótta á Seltjarnarnesi.
Halda áfram að lesaGrótta með 10 lið á Símamótinu
Grótta sendi 10 lið út 5. – 8. flokki á stærsta fótboltamót landsins, Símamótið, fyrr í júlí. Tvö þeirra unnu sinn riðil og fengu bikar Nokkur lið nældu sér í silfurverðlaun en öll liðin stóðu sig gríðarlega vel. Til hamingju stelpur
Halda áfram að lesa5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum
12. júní síðastliðinn lögðu Gróttustelpur af stað til að spila á TM mótinu í Vestmanneyjum. Í ár sendi Grótta 23 stelpur til leiks í tveimur liðum.
Halda áfram að lesa5. flokkur karla á N1 mótinu á Akureyri
5. flokkur drengja lék á dögunum á N1 mótinu á Akureyri. Mótið er gríðarstórt, alls 188 lið og um 1800 iðkendur.
Halda áfram að lesa6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls
6. flokkur kvenna mætti með 5 lið á Landsbankamót Tindastóls á Sauðárkróki helgina 22-24. júní. Gaman er að segja frá því að aðeins 5 félög mættu til leiks með stærri hópa en Grótta sem verður að teljast til tíðinda fyrir ekki stærra félag!
Halda áfram að lesa6. flokkur karla á ferð og flugi
6.flokkur karla hefur farið á þrjú mót sem af er sumri. Yngra árið fór á Set mótið á Selfossi en eldra árið á Orkumótið í Vestmannaeyjum svo tók allur flokkurinn þátt í Pollamótinu.
Halda áfram að lesa4 flokkur kvenna Gróttu Íslandsmeistari
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks urðu Íslandsmeistarar eftir frábæran 14-10 sigur á Haukum í úrslitaleik í Safamýri 10. maí síðastliðinn.
Halda áfram að lesaKrakkar úr 4. flokki karla og kvenna valin í hæfileikamótun KSÍ
Grótta átti 8 fulltrúa á æfingum Hæfileikamótunar KSÍ þann 1. maí en þau komu öll úr 4. flokki. Lilja Lív, Lilja Scheving, Tinna Brá og Rakel Lóa voru í stúlkna hópnum og þeir Benoný Breki, Fróði, Ragnar Björn og Orri Steinn voru drengja megin.
Halda áfram að lesa