Árskortin á heimaleiki meistaraflokkanna í handbolta eru komin í sölu á Stubb. Beinn hlekkur er hérna: Grótta | Miðasala
Tryggjum okkur árskortin og fjölmennum á leiki Gróttu í vetur.
Áfram Grótta !
Árskortin á heimaleiki meistaraflokkanna í handbolta eru komin í sölu á Stubb. Beinn hlekkur er hérna: Grótta | Miðasala
Tryggjum okkur árskortin og fjölmennum á leiki Gróttu í vetur.
Áfram Grótta !
Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Guðmund Árna Sigfússon, Mumma, sem yfirþjálfara yngri flokka, aðalþjálfara 3. flokks kvenna og aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi tímabil. Með ráðningunni er verið að styrkja enn frekar faglegt starf deildarinnar en Mummi mun sinna stöðu yfirþjálfara yngri flokka ásamt Andra Sigfússyni, sem hefur verið yfirþjálfari síðastliðin ár. Þeir munu vinna þétt saman að áframhaldandi uppbyggingu í yngri flokkum félagins.
Yngri flokka starf Gróttu hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og iðkendum fjölgað mikið. Til að tryggja áframhaldandi gæði í þjálfun og uppeldi yngra iðkenda var ákveðið að bæta við starfsmanni og efla yfirþjálfarateymið enn frekar.
Einar Örn Jónsson hefur sinnt starfi þjálfara 3. flokks kvenna undanfarin ár og þökkum við Einari kærlega fyrir hans framlag og góðu þjálfun.
Mummi mun starfa við hlið Júlíusar Þóris Stefánssonar, aðalþjálfara meistaraflokks kvenna, og stýra hinu unga og efnilega kvennaliði meistaraflokks Gróttu. Þar munu þeir halda áfram á þeirri uppbyggingavegferð sem Grótta hefur verið á undanfarin misseri með kvennaliðið og stýra því upp í deild þeirra bestu.
Mumma þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki. Hann er uppalinn á Nesinu, æfði með félaginu frá unga aldri, hóf þjálfun árið 1988 og er silfurmerkishafi Gróttu. Árið 2016 tók Mummi við sem yfirþjálfari og þjálfari hinna ýmsu flokka Fram og hefur starfað þar síðan við góðan orðstír. Hugurinn leitar þó alltaf heim og er mikil tilhlökkun hjá Barna- og unglingaráði og stjórn meistaraflokka Gróttu handboltans fyrir komandi tímabilum.
„Ég hlakka mikið til komandi verkefna hjá Gróttu. Það er rífandi gangur í yngri flokka starfinu og mikil spenna að halda áfram þeirri vegferð sem það starf hefur verið á. Stelpurnar í meistaraflokknum eru hungraðar að komast aftur á meðal bestu liða og það verður gaman að vinna með Úlla að því markmið. Fyrst og síðast er ánægður að vera kominn aftur á Nesið“ sagði Mummi þegar samningur var í höfn.
Við bjóðum Mumma hjartanlega velkominn heim og hlökkum til spennandi samstarfs á komandi árum!
Yfirþjálfarar yngri flokka Grótta – Andri Sigfússon og Guðmundur Árni Sigfússon
Á fimmtudaginn leika stelpurnar okkar svo sannarlega mikilvægan leik í Final 4. Stelpurnar hafa komist alla leið í undanúrslit í bikarnum eftir frábæra sigra gegn FH og Víking. Það er skyldumæting fyrir allt Gróttufólk að mæta á Ásvelli og hvetja okkar stelpur áfram. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn klukkan 20:15 og verður spilaður á Ásvöllum.
Áfram Grótta !
Mikill fjöldi og góð stemning var á Kynningarkvöldi Gróttu sem fram fór í kvöld í Hátíðarsal Gróttu. Þar hlýddu gestir á þjálfara meistaraflokkanna, þá Róbert Gunnarsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson fara yfir leikmannahópana, hvernig undirbúningurinn hefur verið og markmið fyrir veturinn.
Ólafur Finnbogason formaður Handknattleiksdeildar Gróttu ræddu hin ýmsu mál og kynnti breytt úrval árskorta sem eru komin í sölu á Stubbur appinu. Nýr og glæsilegur keppnisbúningur var frumsýndur og var Einar Örn Jónsson fjölmiðlamaður með létta tölu um Gróttu.
Kvöldið heppnaðist frábærlega og var góð stemning á meðal stuðningsfólks. Fyrstu eikir meistaraflokkanna okkar eru á laugardaginn þegar fyrsta Gróttutvenna tímabilsins fer fram.
Grótta – ÍBV kl. 14:00 / Mfl. kvenna
Grótta – KA kl. 16:15 / Mfl. karla
Fjölmennum og styðjum Gróttu til sigurs !
Íslenska U20 ára landsliðið með okkar stelpum, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð gerði sér lítið fyrir og endaði í 7.sæti á HM. Mótið var haldið í Norður-Makedóníu og stóðu okkar leikmenn sig vel.
Íslenska liðið vann riðilinn sinn og komst í milliriðla með full hús stiga. Þar unnu þær íslensku Svartfjallaland en töpuðu gegn Portúgal. Með þeim úrslitum voru andstæðingar íslenska liðsins Ungverjaland í 8 liða úrslitum. Ungverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og því um erfiða leik að ræða. Okkar stelpur létu það lítið á sig fá og fór leikurinn í framlengingu. Ungverjar voru sterkari þar og mætti því íslenska liðið Svíum í krossspili um 5. – 8.sæti. Þar voru Svíar sterkari og mætti íslenska liðið því Svisslendingum um 7.sæti mótsins. Íslenska liðið sýndi mátt sinn og megin og vann 29-26 í miklum baráttuleik.
Þessi árangur, 7.sæti á HM er besti árangur sem kvennalandslið hefur náð frá upphafi. Við erum stolt af árangri liðsins og ekki síst okkar leikmanna, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínar Önnu Ásmundsdóttur sem léku vel fyrir liðið. Þessi reynsla mun án efa hjálpa þessum efnilegum leikmönnum til frekari afreka og hjálpa Gróttuliðinu í Olísdeildinni í haust.
Til hamingju leikmenn og þjálfarar !
Anna Karólína og Katrín Anna ásamt U20 ára landsliði kvenna eru heldur betur að standa sig vel á HM í Norður-Makedóníu. Íslenska liðið mætti Svartfjallalandi og Portúgal í milliriðlum á mánudaginn og þriðjudaginn. Leikurinn gegn Svartfjallalandi vannst örugglega en því miður tapaðist leikurinn gegn Portúgal með aðeins einu marki.
Íslenska liðið endaði því í 2.sæti í milliriðlinum og er komið í 8 liða úrslit á HM. Þar mun liðið mæta feykilega sterku liði Ungverjalands sem eru ríkjandi Evrópumeistarar. Leikurinn fer fram á morgun, fimmtudag kl. 16:00. Allir leikir íslenska liðsins eru sýndir í beinni útsendingu á rás IHF á Youtube. Með sigri kemst Ísland í undanúrslit mótsins en tapi liðið gegn Ungverjum leikur liðið um sæti 5 – 8 í keppninni.
Gróttustelpurnar hafa heldur betur staðið sig vel á mótinu hingað til. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði 1 mark gegn Svartfjallalandi og 3 mörk gegn Portúgal og er samtals komin með 17 mörk í mótinu. Þar er hún í 3.sæti af íslensku stelpunum. Anna Karólína Ingadóttir náði því miður ekki að verja þau skot sem hún fékk á sig í milliriðlinum. Engu að síður er hún búin að verja 18 skot í keppninni með 47,3% markvörslu. Þar er hún í 2.sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna í öllu mótinu.
Við höldum áfram að fylgjast með liðinu og okkar stelpum í mótinu.
Örvhenti hornamaðurinn Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Katrín Anna hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 98 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.
Það eru frábær tíðindi að Katrín Anna verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins. Hún leikur á HM með U20 ára landslið kvenna síðar í mánuðnum. Þess fyrir utan var hún valin í æfingahóp A-landsliðs kvenna á vormánuðum.
Það eru gríðarleg ánægja með að Katrín Anna verði áfram í herbúðum Gróttu næstu árin enda liðið komið meðal bestu liða landsins í Olísdeild kvenna.
Meistaraflokkur kvenna vann undanúrslitaeinvígið gegn Víkingi 2-0 á dögunum og er komið í úrslitaeinvígið við Aftureldingu um sæti í Olísdeildinni á næsta leiktímabili. Einvígið byrjar mánudaginn 22.apríl en það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki kemst í Olísdeildina. Leikið er til skiptis í Mosfellsbænum og í Hertz-höllinni á Nesinu.
Leikdagarnir eru:
Mánudaginn 22. apríl / Afturelding – Grótta
Fimmtudaginn 25.apríl / Grótta – Afturelding
Sunnudaginn 28.apríl / Afturelding – Grótta
Miðvikudaginn 1.maí / Grótta – Afturelding * (ef til hans kemur)
Laugardaginn 4.maí / Afturelding – Grótta * (ef til hans kemur)
Fjölmennum og leikið liðsins og hjálpum stelpunum okkar að komast meðal bestu liða landsins í Olísdeildinni !
Knattspyrnudeild Gróttu hefur tekið stórt skref í átt að frekari styrkingu og framþróun með því að ráða Magnús Örn Helgason í nýtt og mikilvægt hlutverk sem yfirmann knattspyrnumála. Þessi ráðning markar upphaf nýs kafla í sögu deildarinnar, þar sem lögð verður enn frekari áhersla á fagmennsku og markvissa framtíðarsýn.
Magnús kemur til Gróttu með mikla reynslu og þekkingu á íslenskri knattspyrnu. Hann hefur frá árinu 2021 starfað hjá KSÍ, fyrst sem þjálfari U17 ára landsliðs kvenna og síðar U15 kvenna. Auk þess hefur Magnús í tvö ár stýrt Hæfileikamótun kvenna hjá KSÍ. Fram á vor mun Magnús sinna verkefnum sínum hjá KSÍ meðfram starfinu hjá Gróttu.
Magnús Örn er öllum hnútum kunnugur innan Gróttu enda Gróttumaður í húð og hár. Hann lék upp yngri flokka Gróttu áður en hann sneri sér að þjálfun en hann hefur þjálfað flesta aldurshópa hjá félaginu auk þess að gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka árin 2014-2017. Á þeim tíma var hann m.a. annar höfunda „Gróttuleiðarinnar“ sem er handbók um markmið og hugmyndafræði deildarinnar. Árið 2018 tók hann við meistaraflokki kvenna en undir hans stjórn komst Grótta upp um deild árið 2019.
Í sínu nýja hlutverki mun Magnús hafa yfirumsjón með margvíslegum þáttum í rekstri knattspyrnudeildarinnar. Hann mun vinna náið með stjórn deildarinnar, yfirþjálfurum yngri flokka og þjálfurum meistaraflokka karla og kvenna til að tryggja að Grótta haldi áfram að vera í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu.
„Við erum þakklát fyrir að hafa fengið Magga aftur til okkar, og það í þetta nýja og stóra hlutverk innan deildarinnar. Hans þekking og reynsla verða ómetanleg í áframhaldandi þróun knattspyrnudeildar og við höfum fulla trú á að leiðtogahæfileikar hans muni leiða knattspyrnudeild Gróttu til nýrra hæða,“ segir Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.
„Það er afar spennandi að taka við þessu nýja starfi. Ég hlakka til að vinna með þeim framúrskarandi þjálfurum sem starfa hjá félaginu, leikmönnum á öllum aldri og auðvitað sjálfboðaliðunum sem eru félaginu dýrmætir. Það er margt sem gengur vel hjá Gróttu og ég mun leggja mitt að mörkum til að svo verði áfram,“ segir Magnús sem skrifaði undir nú síðdegis á Vivaldivellinum.
Ráðning Magnúsar er mikilvægur liður í stefnu Gróttu um að byggja upp öfluga knattspyrnudeild með skýra sýn í bæði uppeldis- og afreksstarfi. Við hlökkum til að sjá árangurinn af þessu samstarfi á komandi misserum og bjóðum Magnús hjartanlega velkominn aftur heim í Gróttu.
Myndir: Eyjólfur Garðarsson
Gróttu handklæði í jólapakkann
Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.
Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.
Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.