Gróttukonur upp í Lengjudeildina!

Gróttukonur tryggðu sér í september sæti í Lengjudeildinni næsta sumar. Grótta endaði í 2. sæti 2. deildar kvenna með 34 stig og bestu markatölu deildarinnar! Þessum árangri var fagnað vel á Vivaldivellinum þegar lokaleikur stelpnanna fór fram föstudaginn 23. september. Til hamingju með árangurinn stelpur, þjálfarar og allir sem að liðinu koma! 

Grótta komin í Lengjudeildina!


Þá hafa Gróttukonur lokið sínum síðasta leik í sumar og hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni að ári!  Grótta endaði í 2. sæti með 34 stig og bestu markatölu deildarinnar! Þessum árangri var fagnað vel á Vivaldivellinum þann 23. september sl. og þökkum við áhorfendum fyrir komuna og stuðninginn. Síðasti leikurinn hjá stelpnunum var merkilegur af fleiri ástæðum en Bjargey Sigurborg Ólafsson spilaði sinn 100. leik fyrir Gróttu og Nína Kolbrún Gylfadóttir spilaði sínar fyrstu mínútur eftir að hafa slitið krossband í fyrra sumar. Frábærar fyrirmyndir báðar tvær!
Til hamingju með árangurinn stelpur, þjálfarar og allir sem að liðinu koma! Sjáumst á Vivaldi á næsta ári! 

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda.

Gullkort
Gullkortið gildir fyrir tvo á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 40.000 kr.

Silfurkort
Silfurkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 25.000 kr.

Olísdeildarkort
Olísdeildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks karla í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 15.000 kr.

Grill 66-deildarkort
Grill 66-deildarkortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki meistaraflokks kvenna í Hertz-höllinni í vetur. Kortið kostar 10.000 kr.

Ungmennakort (16 – 20 ára)
Ungmennakortið gildir fyrir einn á alla deildarleiki Gróttu í Hertz-höllinni í vetur hjá báðum meistaraflokkunum okkar. Kortið kostar 7000 kr.

Salan á kortunum fer fram í gegnum Stubbur appið. Beinn linkur á söluna er hérna: https://stubb.is/passes/teams/grotta

Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Við vonum að sem flestir styðji okkur í þessari fjáröflun.

Áfram Grótta !

Tinna fyrst í meistaraflokki kvenna til að spila 100 leiki

Tinna Bjarkar Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu, náði þeim merka áfanga þann 18. júní sl. að spila sinn 100. leik fyrir Gróttu en hún er fyrsti leikmaður meistaraflokks kvenna sem nær þeim áfanga!
Fyrir leik Gróttu og Álftanes í gær var Tinnu veittur blómvöndur frá knattspyrnudeildinni í tilefni dagsins. Leikurinn endaði þó í svekkjandi 1-1 jafntefli en María Lovísa Jónasdóttir skoraði eina mark Gróttu.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga!

Þóra María í Gróttu

Þóra María Sigurjónsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Þóra María er 21 ára gamall leikstjórnandi og er öflugur varnarmaður. Hún kemur frá HK þar sem hún hefur leikið seinustu tvö tímabilin. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hún 27 mörk með liðinu í Olísdeildinni. Áður en hún kom til HK lék Þóra María með Aftureldingu þar sem hún er uppalin. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum HSÍ.

Það eru mikill fengur að Þóra María sé komin til Gróttu enda frábær leikmaður sem styrkir liðið mikið.

Frekari fréttir af leikmannamálum má vænta næstu daga.

Ída Margrét í Gróttu

Ída Margrét Stefánsdóttir hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Gróttu. Ída Margrét er 20 ára gömul og leikur sem vinstri skytta. Hún hefur bæði leikið í Grill 66-deild kvenna með Val U og í Olísdeildinni með Val seinustu ár. Ída var á láni í Gróttu í fyrra en hún staldraði stutt við þar sem hún var kölluð til baka til Vals. Hún lék fimm leiki og skoraði í þeim 24 mörk.

Ída er öflugur sóknarleikmaður en er líka frábær varnarmaður. Hún var valin besti varnarmaður Grill 66-deildarinnar tímabilið 2020-2021.

Velkomin aftur í Gróttu, Ída !

Grótta fer vel af stað í 2. deild kvenna

Meistaraflokkur kvenna fer vel af stað í 2. deildinni en þær hófu leik á föstudagskvöld. Grótta tók á móti ÍH í fyrsta leik Íslandsmótsins á Vivaldivellinum föstudaginn 20. maí. Heimakonur unnu öruggan sigur en leikurinn fór 9-1 fyrir Gróttu! Mörk Gróttu skoruðu María Lovísa Jónsdóttir (2), Tinna Bjarkar Jónsdóttir (2), Bjargey Sigurborg Ólafsson (2), Lilja Lív Margrétardóttir, Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving.
Næsti leikur hjá stelpunum er á fimmtudaginn á Vopnafirði gegn Einherja.

Gunni Gunn þjálfar Gróttu

Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára. Gunnar þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki og hvað þá handboltaáhugafólki enda margreyndur þjálfari og landsliðsmaður þar á undan. Gunnar þekkir vel til á Nesinu en hann þjálfaði kvennalið félagsins árin 1998-2000 og aftur 2001-2002. Árið 2000 stýrði hann liðinu alla leið í bikarúrslit og í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Tveimur árum síðar fór liðið aftur í bikarúrslit undir stjórn Gunna.

Undanfarin tvö tímabil hefur Gunni þjálfað kvennalið Hauka og náð frábærum árangri með liðið. Áður þjálfaði hann karlalið Víkings og Selfoss en hann hefur einnig þjálfað Elverum og Drammen í Noregi.

Það ríkir mikil ánægja með að Gunnar sé kominn á Nesið enda frábær þjálfari með mikla reynslu. Kára Garðarssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö tímabilin er þakkað mikið og gott starf.

Á myndinni eru Gunnar Gunnarsson og Arnkell Bergmann Arnkelsson varaformaður handknattleiksdeildar að skrifa undir samninginn. Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Heimaleikjakort til sölu

Heimaleikjakort knattspyrnudeildar Gróttu eru komin í sölu. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að næla sér í kort á kostakjörum. Handhafar heimaleikjakorta njóta forgangs á völlinn. Sala heimaleikjakorta fer fram í vefverslun grotta.is/knattspyrnudeild/heimaleikjakort

Halda áfram að lesa

Katrín Anna valin í U18

Rétt í þessu var valið í U18 ára landslið kvenna. Okkar stelpa, Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin í hópinn og æfir hann dagana 2. – 6.mars.

Þjálfarar U18 ára landsliðsins eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum Katrínu Önnu hjartanlega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.