Katrín Anna valin í U18

Rétt í þessu var valið í U18 ára landslið kvenna. Okkar stelpa, Katrín Anna Ásmundsdóttir var valin í hópinn og æfir hann dagana 2. – 6.mars.

Þjálfarar U18 ára landsliðsins eru þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum Katrínu Önnu hjartanlega til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.

Lilja Lív og Lilja Scheving í hóp U17 ára landsliðsins

Gróttukonurnar Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving eru í hóp sem Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, valdi fyrir æfingar 17.-19. febrúar. 

Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla EM 2022. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Slóvakíu og Finnlandi og verður leikið á Írlandi 23.-29. mars.

Vel gert stelpur! 

Lilja Lív og Lilja Scheving á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins

 Gróttukonurnar Lilja Lív Margrétardóttir og Lilja Davíðsdóttir Scheving eru í hóp U17 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 10.-12. janúar. Knattspyrnudeild Gróttu er stolt af því að eiga glæsilega fulltrúa félagsins í þessum hóp. 
Næsta verkefni U17 kvenna eru milliriðlar undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Írlandi, Finnlandi og Slóvakíu og verður leikið á Írlandi 23.-29. mars. 

Fimm leikmenn skrifa undir

Það er mikið gleðiefni að segja frá því að þær Signý Ylfa Sigurðardóttir, Edda Björg Eiríksdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lovísa Davíðsdóttir Scheving og Lilja Lív Margrétardóttir hafa endurnýjuað samninga sína við Gróttu.
Samningarnir við stúlkurnar eru mikið fagnaðarefni fyrir félagið og stuðningsmenn Gróttu, enda er um að ræða efnilegar og öflugar knattspyrnukonur sem verða Gróttuliðinu mikilvægar á komandi tímabili.

Pétur Rögnvaldsson, þjálfari Gróttu, fagnar tíðindunum og segir þau gott veganesti inn í nýtt ár:
„Það býr mikið í öllum þessum stelpum. Allar áttu þær góða spretti síðasta sumar en komandi tímabil getur verið tækifæri fyrir þær til að springa út og verða lykilleikmenn í Gróttuliðinu. Það eru eflaust mörg lið sem stefna á toppbaráttu næsta sumar, en það er frábært fyrir Gróttu að hafa á síðustu þremur mánuðum endursamið við svona stóran hluta liðsins síðustu tvö ár. Það gefur okkur bjartsýni og orku inn í nýtt ár.“

Níu leikmenn mfl. kvk. skrifa undir til tveggja ára

Okkur er sönn ánægja að segja frá því að þær Bjargey Sigurborg Ólafsson, Edda Steingrímsdóttir, Jórunn María Þorsteinsdóttir, Nína Kolbrún Gylfadóttir, María Lovísa Jónasdóttir, Margrét Rán Rúnarsdóttir, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, Tinna Bjarkar Jónsdóttir og Patricia Dúa Thompson Landmark hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild Gróttu til næstu tveggja ára. Þær eru allar mikilvægir hlekkir í Gróttuliðinu og við hlökkum til að takast á við verkefnin sem framundan eru með þeim 🤝

Pétur Rögnvaldsson tekur við meistaraflokki kvenna

Það er ánægjulegt að segja frá því að knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningi við Pétur Rögnvaldsson sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára.

Hinn 28 ára gamla Pétur þarf ekki að kynna fyrir Gróttufólki en hann hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni frá árinu 2015. Pétur var ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í janúar 2019 og um haustið 2020 varð hann aðalþjálfari ásamt Magnúsi Erni. Pétur er með UEFA-B þjálfaragráðu og BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Knattspyrnudeild Gróttu fagnar því að hafa Pétur áfram með meistaraflokk kvenna 👏🏼

Katrín Helga og íslenska landsliðið í 5. sæti

Undanfarna daga hefur B-keppni EM hjá U19 ára landsliði kvenna farið fram í Norður Makedónía. Við vorum búin að segja frá því að Ísland missti sorglega af sæti í undanúrslitunum og þurfti því að leika um 5. – 8.sætið.

Fyrri leikurinn var gegn Kosóvó og vannst hann örugglega 37-23. Með þeim úrslitum léku íslensku stelpurnar við heimasæturnar í Norður Makedóníu um 5. sætið.

Íslenska liðið var betri aðilinn stærstan hluta leiksins en Norður Makedónía skoruðu seinustu mörk leiksins og jafntefli niðurstaðan, 28-28. Í vítakeppninni sem var að ljúka höfðu íslensku stelpurnar betur og uppskáru 5. sætið.

Okkar manneskja, Katrín Helga Sigurbergsdóttir lék stórt hlutverk með U19 ára liðinu í keppninni, sérstaklega í dag gegn Norður Makedóníu og stóð sig vel.

Áfram Grótta og áfram Ísland !

Myndir: EHF