Gróttumótið var haldið í annað sinn sunnudaginn 3. mars í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.
Halda áfram að lesaGrímur og Hákon valdir í U16 og U18
Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U18. Grímur Ingi er í hóp U16 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1.-3. mars og Hákon Rafn er í hóp U18 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1-2. mars.
Grímur Ingi er á eldra ári í 3. flokki en æfir aðallega með 2. flokki og meistaraflokki. Hákon Rafn er á miðju ári í 2. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.
Rakel Lóa, María Lovísa og Tinna Brá í U15 og U16 úrtakshópum
Landsliðsþjálfarar U15 og U16 kvenna hafa valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 22.-24. febrúar. Í U15 hópnum er Rakel Lóa Brynjarsdóttir, leikmaður 3. flokks. Í U16 hópnum eru þær María Lovísa Jónasdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir, en þær eru einnig leikmenn 3. flokks.
Halda áfram að lesa3. flokkur kvenna sigurvegari Stefnumóts KA
3. flokkur kvenna hélt til Akureyrar um helgina að keppa á Stefnumóti KA. 22 stelpur héldu í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og fararstjórum og mikil spenna var í hópnum. Grótta/KR tefldi fram tveimur liðum og náðu bæði liðin flottum árangri.
Halda áfram að lesaMfl.kk sigurvegarar B-deildar Fótbolta.net mótsins!
Meistaraflokkur karla eru sigurvegarar B-deildar Fótbolta. net mótsins! Strákarnir hnepptu titilinn eftir 2-0 sigur á Njarðvík fyrr í kvöld.
Halda áfram að lesaKjartan, Orri og Grímur í úrtakshóp U16
Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum 1.-3. febrúar. Gróttumennirnir Kjartan Kári, Orri Steinn og Grímur Ingi hafa verið valdir í úrtakshópinn.
Halda áfram að lesaTinna Brá valin á úrtaksæfingar U17
Tinna Brá, leikmaður 3. flokks, hefur verið valin á úrtaksæfingar U17 dagana 8.-10. febrúar. Vakin er athygli á því að Tinna var á úrtaksæfingum U16 síðustu helgi en hún verður 15 ára í sumar.
Halda áfram að lesaGengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla
Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks karla. Leikmennirnir eru þeir Axel Freyr Harðason, Bessi Jóhannsson, Pétur Theodór Árnason og Valtýr Már Michaelsson. Allir leikmennirnir gera samning til tveggja ára.
Halda áfram að lesaGrótta semur við lykilleikmenn í meistaraflokki kvenna
Á dögunum skrifuðu þær Hrafnhildur Fannarsdóttir, Diljá Mjöll Aronsdóttir, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir og Tinna Bjarkar Jónsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda um að ræða öflugar knattspyrnukonur sem voru í lykilhlutverki á síðasta tímabili.
Hrafnhildur er sóknarmaður, fædd árið 1995. Hún á að baki 58 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 17 mörk. Ásamt því hefur hún spilað þrjá U17 landsleiki. Hrafnhildur hefur spilað með Gróttu síðustu tvö tímabil, en spilaði áður með Víking Ó og KR.
Diljá Mjöll er miðju- og sóknarmaður, fædd 1997. Hún hefur spilað með liðinu frá stofnun þess en er uppalin í Fylki. Diljá á að baki 45 meistaraflokksleiki og hefur skorað í þeim 11 mörk.
Sigrún Ösp er varnar- og miðjumaður, fædd árið 1995. Hún spilaði sitt fyrsta tímabil með Gróttu á liðinni leiktíð en var ekki lengi að setja sitt mark á liðið. Hún átti frábært sumar, var eftir tímabilið valin leikmaður ársins og er nú orðin fyrirliði liðsins. Áður spilaði Sigrún með Hömrunum, Völsungi og Þór/KA og á að baki 36 meistaraflokksleiki.
Tinna Jónsdóttir er sóknarmaður og fædd árið 1996. Hún er uppalin í Gróttu og hefur því spilað með liðinu frá stofnun þess, en hún er varafyrirliði liðsins. Tinna hefur leikið 45 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 18 mörk.
Magnús Örn Helgason þjálfari fagnar því að fjórmenningarnir verði áfram í herbúðum Gróttu:
„Það er virkilegt sterkt fyrir félagið að svona öflugir leikmenn og flottir karakterar séu klárir í slaginn í með okkur. Þær spila lykilhlutverk í liðinu á ólíkum stöðum á vellinum og eru auk þess fyrirmyndir fyrir yngri stelpur sem eru að banka á dyrnar. Gróttuliðið er í mótun og þetta er eitt skrefið af mörgum“.
Ragnar Björn og Hákon Rafn valdir í U15 og U18 úrtakshópa
Landsliðsþjálfarar U15 og U18 hafa valið úrtakshópa og í þeim eru tveir Gróttumenn, þeir Ragnar Björn Bragason, leikmaður 3. flokks, og Hákon Rafn Valdimarsson, leikmaður meistaraflokks.
Halda áfram að lesa