Jólablað Gróttu komið út í áttunda sinn

Eins og flestir vita kom jólablað Gróttu út rétt fyrir jólin, í áttunda sinn. Blaðið er nú komið á netið, og hægt er að skoða það hér fyrir neðan eða í gegnum þennan link hér.

Blaðinu var ritstýrt af Benedikti Bjarnasyni sem fékk góða aðstoð frá Magnúsi Erni Helgasyni, ljósmyndaranum Eyjólfi Garðarsyni og síðast en ekki síst sá Elsa Nielsen um hönnun og umbrot blaðsins.

Blaðið er mjög veglegt, en í því má m.a. finna flott viðtöl við Glódísi Perlu Viggósdóttur, landsliðskonu, og Bjarka Má Ólafsson, þjálfara Al-Arabi í Katar, ásamt skemmtilegum fótboltamyndum og fréttum frá liðnu ári.

Þjálfarar 2. og 3. flokks karla kynntir til leiks

Þá er komið að því að kynna til leiks þjálfara 2. og 3. flokks karla.

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Axelsson þjálfa 2. flokk karla. Óskar stýrði meistaraflokki karla síðastliðið tímabil með góðum árangri og mun gera það áfram ásamt Halldóri Árnasyni. Óskar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu þrjú tímabli en hann er með UEFA-A þjálfaragráðu og er fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður. Arnar hefur þjálfað hjá Gróttu síðustu fjögur ár, en tvímenningarnir munu einnig þjálfa 6. flokk karla í ár.

Magnús Örn Helgason og Einar Bjarni Ómarsson þjálfa 3. flokk karla. Það þarf vart að kynna Magga til leiks, en hann er öllu Gróttufólki kunnugur enda að hefja sitt tólfta tímabil hjá félaginu. Einar Bjarni er hins vegar að hefja sitt fyrsta tímabil hjá Gróttu sem þjálfari en hann er uppalinn Seltirningur og spilaði með meistaraflokki Gróttu árin 2010 og 2011. Síðan þá hefur Einar leikið með Fram og KV en hann er eini Gróttumaðurinn sem hefur skorað í Evrópuleik!

Fimm drengir úr 3. flokki á U16 úrtaksæfingum

Þeir Hannes Ísberg, Orri Steinn, Kjartan Kári, Krummi Kaldal og Grímur Ingi úr 3. flokki karla tóku þátt í U16 úrtaksæfingum KSÍ um helgina.

Þetta er glæsilegur árangur, en gaman er að segja frá því að Grótta er með þriðju flestu leikmennina í úrtakinu.

Aðeins Breiðablik og Stjarnan eru með fleiri leikmenn en Grótta í þessu úrtaki.

Á myndinni að ofan vantar Hannes, en hann meiddist í gær.