Meistaraflokkur kvenna í æfingaferð í Bosön

Meistaraflokkur kvenna hélt til Bosön í Svíþjóð í æfingaferð dagana 5. 10. júní. 20 leikmenn, einn liðsstjóri og þrír þjálfarar héldu í ferðina snemma á miðvikudagsmorgni. Í Bosön beið hópnum frábær aðstaða, gervigrasvöllur, styrktarsalur, fjölbreytt og hollt fæði og skemmtileg kojustemning. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og kannski full heitt fyrir suma, að minnsta kosti á meðan æfingum stóð.

Hópurinn nýtti tímann vel og æfði sjö sinnum á fimm dögum, fór og fylgdist með Svíþjóð – Malta, spókaði sig um í miðbæ Stokkhólms og liðsfundirnir voru einnig ófáir. Ferðin gekk vel í alla staði og er hópurinn enn tilbúnari í átök sumarsins, þéttari sem nokkru sinni fyrr.

Viðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar

Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.

Halda áfram að lesa

A-lið 5. flokks kvenna unnu B-deild Faxaflóamótsins

A-lið 5. flokks kvenna eru sigurvegarar B-deild Faxaflóamótsins með fullt hús stiga 👏🏼🏅Stelpurnar sigruðu sjö leiki af sjö í mótinu og skoruðu í þeim 33 mörk. Þær innsigluðu titillinn í Grindavík í dag.

B-liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli eftir 3 sigra og 3 töp. C-liðið er á toppi síns riðils en önnur lið eiga leiki til góða svo það á eftir að koma í ljós hvar stelpurnar enda.

Meistaraflokkur karla áfram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins

Meistaraflokkur karla sigraði KFR 10-0 í annarri umferð Mjólkurbikarsins fyrr í dag 👏🏼 Pétur Theódór hélt uppteknum hætti og skoraði fjögur mörk í leiknum, Óliver Dagur skoraði tvennu og Axel Sigurðsson, Kristófer Orri, Björn Axel og Grímur Ingi skoruðu allir eitt mark. Strákarnir eru því komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Grótta mætir Fylki 1. maí kl. 14:00 en leikurinn fer fram í Árbæ. Áfram Grótta!