Nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hefur ráðið nýjan framkvæmdarstjóra til forystu í félaginu.

Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gróttu. Jón, sem er viðskiptafræðingur og mannauðsstjóri að mennt, var valinn úr hópi fjölda umsækjanda. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og kemur til Gróttu frá Krumma ehf. þar sem hann hefur starfað sem markaðsstjóri síðastliðin sjö ár. Jón hefur áralanga reynslu sem stjórnandi, bæði hjá 365 Miðlum og fyrirtækinu Bestseller, en á einnig að baki farsælan feril innan íþróttahreyfingarinnar sem afreksstjóri Fram á árunum 2009-2012.

Jón er þekktur af jákvæðni og metnaði og er Aðalstjórn Gróttu er því afar ánægð með að fá hann til liðs við félagið og er full tilhlökkunar að sjá hann stýra félaginu inn í framtíðina. 

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélag Gróttu óskar öllu Gróttufólk nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum kærlega samfylgdina á líðandi ári og hlökkum mikið til komandi Gróttustunda árið 2024.

Seinna jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Seinna námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 27.desember.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Fyrra jólanámskeiðinu lokið

Rétt eftir hádegi 22.desember lauk fyrra jólanámskeiði Gróttu. Farið var yfir gabbhreyfingar, varnarstöðu og hin ýmsu smáatriði sem mikilvægt er að kunna í handbolta. Krakkarnir fengu síðan enga smá heimsókn því Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður karla og Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður kvenna í handbolta komu og spjölluðu við krakkana. Þau gáfu sér síðan tíma til að gefa áritanir og margir sem nýttu sér það.

Seinna jólanámskeiðið hefst síðan 27.desember og því lýkur 29.desember. Hægt er að skrá sig á alla þrjá dagana en einnig er hægt að skrá sig á stakan dag. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.

Velheppnaður fyrsti dagur jólanámskeiðsins

Í morgun hófst Jólanámskeið Gróttu en rúmlega 60 krakkar mættu í höfðu gagn og gaman af. Það voru þjálfarar yngri flokkstarfsins sem þjálfuðu krakkana í morgun ásamt gestum frá meistaraflokki karla.

Þar að auki kom leynigestur en það var enginn annar en Gróttumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson. Hann er landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta en var einnig mjög svo efnilegur leikstjórnandi og skytta í handbolta fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur heldur betur getað kennt krökkunum helstu trixin. Þó að hann hafi verið leikstjórnandi og skytta í handbolta þá brá hann sér í markið í vítakeppni í lok æfingarinnar og varði vel. Við þökkum Hákoni fyrir heimsóknina.

Næsti dagur námskeiðsins er á morgun, föstudag. Hægt er að skrá sig á staka daga en líka heilar vikur. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Tommi til AZ Alkmaar

Tómas Johannessen hefur gengið til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar og gerir við það þriggja ára samning. Tommi er 16 ára gamall og lék þrátt fyrir ungan aldur lykilhlutverk með meistaraflokki karla í sumar. Hann er uppalinn Seltirningur og Gróttumaður en lék um skeið með Val.

Heimasíða AZ greinir frá skiptunum: http://www.az.nl/nl/nieuws/johannessen-tekent-bij-az…

Þar segir Paul Brandenburg yfirmaður akademíu AZ: „Tómas er framsækinn, teknískur og skapandi miðjumaður. Með þessa eiginleika að vopni getur hann lagt sitt að mörkum fyrir AZ í framtíðinni.”

Tómas er spenntur fyrir komandi tímum: ,,Ég er spenntur fyrir þessu næsta skrefi í mínum ferli. AZ er mjög góður klúbbur sem hentar mínum leikstíl. Ég var á reynslu hjá þeim í nóvember og fékk geggjaðar móttökur frá öllum í klúbbnum. Ég er búin að eiga frábær ár hjá Gróttu frá því ég var 4 ára og síðustu 2 ár með meistaraflokknum hafa reynst mér mjög vel. Lærði mikið þar af þjálfara og öllum leikmönnunum liðsins. Vil því bara segja takk fyrir mig Grótta”

Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tómasi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þetta stóra skref og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans á næstu misserum.

Jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Fyrra námskeiðið hefst á morgun, fimmtudag.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Andri Fannar valinn í U20 ára landsliðið

Á dögunum var valið í öll yngri landslið karla. Í U20 ára landsliðinu áttum við hinn örvhenta Andra Fannar Elísson. Andri Fannar er búinn að koma vel inn í Gróttuliðið og hefur skorað 29 mörk með liðinu það sem af er Olísdeildinni.

Þjálfarar U20 ára landsliðsins eru Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Við óskum Andra Fannari til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum næstu daga.

Æfingar um jól og opnunartími Íþróttamannvirkja

Opnunartími og æfingar um hátíðarnar

Knattspyrnu- og handknattleiksdeild Gróttu fara í jólafrí frá og með deginum í dag, þann 20. desember og munu æfingar hefjast aftur þann 4.janúar á nýju ári. Þjálfarar eiga nú þegar að hafa fellt niður allar æfingar í Sportabler hjá yngri flokkum félagsins.

Fimleikadeild Gróttu mun æfa eins og venjulega fyrir utan það að vera í frí þessa hefðbundnu rauðu daga um hátíðarnar.

Vallarhúsið mun vera lokað á þeim tíma sem knattspyrnudeildin er í jólafríi en Íþróttahúsið verður lokað 23. desember og opnar aftur miðvikudaginn 27.desember. Húsið verður síðan lokað 30. desember til og með 1. janúar.

Jólakveðja

Íþróttafélagið Grótta