3. flokkur kvenna hélt til Akureyrar um helgina að keppa á Stefnumóti KA. 22 stelpur héldu í ferðina ásamt tveimur þjálfurum og fararstjórum og mikil spenna var í hópnum. Grótta/KR tefldi fram tveimur liðum og náðu bæði liðin flottum árangri.
Continue readingMfl.kk sigurvegarar B-deildar Fótbolta.net mótsins!
Meistaraflokkur karla eru sigurvegarar B-deildar Fótbolta. net mótsins! Strákarnir hnepptu titilinn eftir 2-0 sigur á Njarðvík fyrr í kvöld.
Continue readingFimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ
Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!
Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!
3. flokkur karla og kvenna á USA cup í júlí
Í júlí héldu 3. flokkur karla hjá Gróttu og 3. flokkur kvenna hjá Gróttu vestur um haf og tóku þátt í USA Cup stórmótinu í Minneapolis. Í hópnum voru 58 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar og tefldu báðir flokkar fram tveimur liðum.
Continue reading6. og 7. flokkur karla á Króksmótinu
6. og 7. flokkur karla hélt til Sauðárkróks 10.-12. ágúst á Króksmótið. Grótta sendi til leiks 12 lið, sex úr hvorum flokki, svo það var nóg að gera hjá Gróttu fyrir norðan. Sjö stelpur fóru með úr 6. flokki, og eitt lið hjá 6. flokki var einungis skipað stelpum.
Continue reading2.sætið á Norðlenska Greifamótinu
Meistaraflokkur karla í handbolta stóð í ströngu um helgina þar sem þeir tóku þátt í Norðlenska Greifamótinu á Akureyri. Mótið sem er æfingarmót er stór hluti af undirbúningi liðsins fyrir Olís deildina sem hefst 9.september n.k.
Continue reading4. flokkur karla á Vildbjerg Cup í Danmörku
4. flokkur karla fór dagana 31. ágúst – 7 júlí til Danmerkur á Vildbjerg Cup. Keppt var í blíðskaparveðri við góðar aðstæður á einu stærsta móti Norðurlandanna, en yfir 10.000 keppendur voru skráðir á mótið.
Continue reading4. flokkur kvenna á Danacup í júlí
Þann 22. júlí hélt 4. flokkur kvenna til Danmerkur til þess að taka þátt í fjölmennasta móti sem haldið er í Evrópu. Galvaskir 32 leikmenn flugu út til Billund ásamt þjálfurum og farastjórum. Þaðan var svo farið með rútu til Hjorring þar sem mótið er haldið. Því má segja að þetta hafi verið dá gott ferðalag þennan daginn.
Continue readingGrótta með 8 lið á Arion banka móti Víkings
Það var ekki bara nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu var 7. og 8. flokkur kvenna ásamt 8. flokki karla á skotskónum, 7. og 6. flokkur karla keppti á Sauðárkróki á Króksmótinu og 5. flokkur karla lék á Selfossi á ÓB mótinu, en meira um það síðar.
Continue readingNóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi
Það var nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina en 5 flokkar áttu leiki þar frá föstudegi til sunnudags. 2. flokkur karla reið á vaðið á föstudaginn og sigraði Austurland 0-4 og lék aftur gegn þeim á sunnudag og sigraði þá á ný, 0-5.
Continue reading