Fjórir drengir úr 3. flokki voru valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 helgina 30. nóvember – 2. desember.
Continue readingUngar og efnilegar knattspyrnukonur að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki
Þrír snillingar úr 3. flokki kvenna eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og voru í hóp í æfingaleik gegn Þrótti í kvöld.
Continue readingTinna Brá og Rakel Lóa í æfingahóp U-15
Tinna Brá, markmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin í fyrri æfingahóp U-15 ára landsliðsins sem æfði 12.-13. október undir stjórn Þorlákar Árnasonar. Rakel Lóa, leikmaður á yngra ári í 3. flokki, var valin nú á dögunum í síðari æfingahópinn, sem æfði dagana 16.-17. nóvember.
Continue readingYngri landslið kvenna – Grótta á 5 fulltrúa!
Þjálfarar U-17 ára og U-19 ára landsliðs kvenna völdu á dögunum æfingarhópa sem koma saman dagana 22-25 nóvember n.k.
Continue readingFimm drengir úr 3. flokki á U16 úrtaksæfingum
Þeir Hannes Ísberg, Orri Steinn, Kjartan Kári, Krummi Kaldal og Grímur Ingi úr 3. flokki karla tóku þátt í U16 úrtaksæfingum KSÍ um helgina.
Þetta er glæsilegur árangur, en gaman er að segja frá því að Grótta er með þriðju flestu leikmennina í úrtakinu.
Aðeins Breiðablik og Stjarnan eru með fleiri leikmenn en Grótta í þessu úrtaki.
Á myndinni að ofan vantar Hannes, en hann meiddist í gær.
Gróttu fólk á ferð og flugi – 2.hluti
Fréttastofa handknattleiksdeildar fór á dögunum á flakk þar sem ferðinni var heitið til hinna ýmsu borga og bæja víðsvegar um Evrópu þar sem við tókum hús á uppöldu Gróttu-fólki sem er að lifa draum atvinnumannsins í handbolta.
Continue readingMargrét Rán á úrtaksæfingar U16 kvenna
Margrét Rán Rúnarsdóttir í 3. flokki var valin af Jörundi Áka Sveinssyni, landsliðsþjálfara U16 kvenna, í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 2.-4. nóvember. Æfingarnar fara fram í Kórnum, Akraneshöllinni og Egilshöll.
Continue readingFimm leikmenn úr 3. flokki karla á U16 úrtaksæfingum
Fimm leikmenn úr 3. flokki karla í Gróttu hafa verið valdir af landsliðsþjálfara U16 til að taka þátt í úrtaksæfingum KSÍ 26.-28. október. Það eru þeir Hannes Ísberg Gunnarsson, Krummi Kaldal Jóhannsson, Kjartan Kári Halldórsson, Grímur Ingi Jakobsson og Orri Steinn Óskarsson!
Continue readingÞrír Gróttu-menn í U21 árs landsliðinu
Á dögunum valdi Einar Andri Einarsson nýráðinn þjálfari U21 árs landsliðs karla í handbolta 20 manna hóp fyrir 2 æfingarleiki við Frakkland í lok október. Leikirnir fara fram föstudaginn 26.október kl 20:00 og laugardaginn 27.október kl 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði.
Þrír leikmenn Gróttu voru valdir í hópinn en það eru vinstri hornamaðurinn Alexander Jón Másson og línutröllin Hannes Grimm og Sveinn José Riviera.
Við óskum þeim til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum tveimur.
Brynjar Jökull til liðs við Gróttu
Línumaðurinn stóri og stæðilegi Brynjar Jökull Guðmundsson hefur gengið til liðs við Gróttu.
Continue reading