Grímur Ingi keppti með U-15

U-15 ára lið Íslands tók á móti sterku liði Sviss í tveimur æfingaleikjum fyrr í maí. Þar átti Grótta glæsilegan fulltrúa – miðjumanninn Grím Inga Jakobsson. Í fyrri leiknum, sem tapaðist 4-1, kom Grímur inná sem varamaður en í síðari leiknum var okkar maður í byrjunarliðinu.

Continue reading

Bjarni Ófeigur semur við Gróttu

Grótta og Valur hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Vals verði lánaður til Gróttu keppnistímabilið 2017-2018. Bjarni Ófeigur varð bikarmeistari með sterku 3. flokks liði Vals á nýliðnum vetri auk þess að skora 95 mörk í 15 leikjum með Val-U í 1. deild karla. Bjarni sem er vinstri skytta, er einnig lykilmaður í sterku U-19 ára landsliði karla sem leikur á lokamóti HM í Georgíu í næstu viku.

Continue reading

Hreiðar Levý til Gróttu

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.

Continue reading

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Continue reading