Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016.
Continue readingRakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins
Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.
Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins
Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.
Þóra Hlíf tekur fram handboltaskónna
Eftir margra ára hlé frá handboltaiðkun hefur fyrrverandi landsliðsmarkmaðurinn ákveðið að taka fram skóna á ný. Þóra Hlíf Jónsdóttir er uppalin í Gróttu en lék síðast með Gróttu árið 2002 og Val árið 2005. Eftir það ákvað hún að leggja skóna á hilluna.
Continue readingGrímur Ingi og Orri Steinn á leið til Hvíta Rússlands með U17
Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson og Grímur Ingi Jakobsson eru í hóp U17 karla sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Ísland er í riðli með Georgíu, Tadsíkistan og Ísrael á mótinu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum innilega til hamingju með valið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Hvíta Rússlandi!
Hákon valinn í æfingahóp U19 ára landsliðsins
Grímur Ingi valinn í æfingahóp U17 ára landsliðsins
Hákon Rafn framlengir við Gróttu
Markmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Þetta er mikið fagnarefni fyrir félagið enda Hákon einn allra efnilegasti markmaður landsins. Hákon sem er fæddur árið 2001 kom inní lið Gróttu árið 2018 og í sumar lék hann alla 22 leiki liðsins í Inkasso-deildinni og í lok tímabilsins var hann valinn í úrvalsliðs ársins hjá Fótbolti.net.
Hákon hefur varið mark U19 ára landsliðsins í ár og var kallaður til æfinga hjá U21 árs landsliðinu nú í haust. Hans bíður spennandi verkefni með nýliðum Gróttu í Pepsi Max deildinni næsta sumar.
Kjartan Kári og Grímur Ingi á U17 ára úrtaksæfingar
Kjartan Kári og Grímur Ingi hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 ára landsliðsins sem fara fram 25.-27. nóvember.
Continue readingNítján leikmenn framlengja samninga sína við Gróttu
Íþróttafélagið Grótta hefur framlengt samninga sína við nítján leikmenn liðsins út tímabilið 2021. Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu er ánægður að hafa skrifað undir samninga við nítján leikmenn félagsins í einni lotu.
„Við höfum mikla trú á þessum strákum sem hafa tekið þátt í ævintýrinu og það er gaman að sjá að þeir hafa sjálfir trú á verkefninu sem framundan er.“
Leikmennirnir nítján eru:
Agnar Guðjónsson
Arnar Þór Helgason
Bessi Jóhannsson
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Gunnar Jónas Hauksson
Halldór Kristján Baldursson
Jón Ívan Rivine
Júlí Karlsson
Kristófer Melsteð
Kristófer Orri Pétursson
Óliver Dagur Thorlacius
Óskar Jónsson
Patrik Orri Pétursson
Pétur Theodór Árnason
Sigurvin Reynisson
Sölvi Björnsson
Valtýr Már Michaelsson