8 Gróttuleikmenn í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ fór fram í byrjun desember í Kaplakrika. 107 krakkar frá 17 félögum voru boðuð á æfingarnar en þetta var í annað sinn á tímabilinu sem krakkar fædd 2010 voru boðuð.

Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana enda var æft stíft auk fyrirlesturs og funda. HSÍ bauð svo upp á mat á milli æfinga.

Þessir hæfileikaríku krakkar æfðu frá föstudegi til sunnudags í frábæru umhverfi með bestu leikmönnum landsins í þessum árgangi. Þetta er gríðarlega efnilegur hópur og framtíðin svo sannarlega björt hjá okkur.

Þetta eru þeir leikmenn sem voru valdir frá Gróttu:

Jón Bjarni Pálsson
Kristján Ólafur Gíslason
Oliver Örtenblad Bergmann
Sigurður Halldórsson
Soffía Helen Sölvadóttir
Sylvía Sigrún Eðvarðsdóttir
Tristan Gauti Línberg Arnórsson

Þorgerður Anna Grímsdóttir

Við óskum krökkunum til hamingju með valið !

Seinna jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Seinna námskeiðið hefst á morgun, miðvikudaginn 27.desember.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Fyrra jólanámskeiðinu lokið

Rétt eftir hádegi 22.desember lauk fyrra jólanámskeiði Gróttu. Farið var yfir gabbhreyfingar, varnarstöðu og hin ýmsu smáatriði sem mikilvægt er að kunna í handbolta. Krakkarnir fengu síðan enga smá heimsókn því Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður karla og Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður kvenna í handbolta komu og spjölluðu við krakkana. Þau gáfu sér síðan tíma til að gefa áritanir og margir sem nýttu sér það.

Seinna jólanámskeiðið hefst síðan 27.desember og því lýkur 29.desember. Hægt er að skrá sig á alla þrjá dagana en einnig er hægt að skrá sig á stakan dag. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.

Velheppnaður fyrsti dagur jólanámskeiðsins

Í morgun hófst Jólanámskeið Gróttu en rúmlega 60 krakkar mættu í höfðu gagn og gaman af. Það voru þjálfarar yngri flokkstarfsins sem þjálfuðu krakkana í morgun ásamt gestum frá meistaraflokki karla.

Þar að auki kom leynigestur en það var enginn annar en Gróttumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson. Hann er landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta en var einnig mjög svo efnilegur leikstjórnandi og skytta í handbolta fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur heldur betur getað kennt krökkunum helstu trixin. Þó að hann hafi verið leikstjórnandi og skytta í handbolta þá brá hann sér í markið í vítakeppni í lok æfingarinnar og varði vel. Við þökkum Hákoni fyrir heimsóknina.

Næsti dagur námskeiðsins er á morgun, föstudag. Hægt er að skrá sig á staka daga en líka heilar vikur. Skráningin fer fram í Sportabler: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Jólanámskeið Gróttu hefst á morgun

Við minnum á skráninguna á Jólanámskeið Gróttu fyrir krakka og unglinga núna yfir hátíðarnar. Fyrra námskeiðið hefst á morgun, fimmtudag.

Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan

____________________________________________

Jólanámskeið Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu býður upp á tvö jólanámskeið núna yfir hátíðarinnar. Fyrra námskeiðið er 21. – 22.desember og seinna námskeiðið 27. – 29.desember. Námskeiðin fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Námskeiðin eru aldursskipt. Annað námskeiðið er fyrir krakka f. 2012-2017 og hinn námskeiðið fyrir iðkendur 2011-2008 eða þau sem skipa 4. og 5. flokk.

Námskeiðin eru jafnt fyrir þá sem eru að æfa og vilja prófa handbolta. Æfingarnar á yngra námskeiðinu eru frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Æfingarnar á eldra námskeiðinu eru 12:30-14:00.

Við hvetjum alla krakka sem vilja æfa aukalega að mæta, æfa og hafa gaman um hátíðarinnar.

Þjálfarar námskeiðsins eru þjálfarar yngri flokka félagsins. Sagan segir að óvæntir gestaþjálfarar kíki í heimsókn…..

Skráning fer fram í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Áfram Grótta !

Andri Fannar valinn í U20 ára landsliðið

Á dögunum var valið í öll yngri landslið karla. Í U20 ára landsliðinu áttum við hinn örvhenta Andra Fannar Elísson. Andri Fannar er búinn að koma vel inn í Gróttuliðið og hefur skorað 29 mörk með liðinu það sem af er Olísdeildinni.

Þjálfarar U20 ára landsliðsins eru Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Við óskum Andra Fannari til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum næstu daga.

Helgi Skírnir valinn í U16 ára landslið karla

Í seinustu viku var valið í U16 ára landslið karla fyrir næsta verkefni sem verður í lok desember. Í hópnum var okkar maður Helgi Skírnir Magnússon. Liðið mun koma saman 18.desember og æfa fram að jólum

Við óskum Helga Skírni til hamingju með valið og óskum honum góðs gengis á æfingunum.

Antoine Óskar valinn í U18 ára landsliðið

Á dögunum var valið í U18 ára landslið karla fyrir næsta verkefni sem verður í lok desember. Í hópnum var Antoine Óskar Pantano líkt og undanfarin skipti. Liðið mun koma saman 18.desember og æfa fram að jólum. Milli jóla og nýárs mun liðið síðan fara á geysisterkt æfingamót í Þýskalandi, Sparkassen Cup.

Antoine Óskar hélt upp á þetta val með virkilega flottum leik með meistaraflokki gegn Selfyssingum þar sem hann skoraði 5 mörk, var með 6 sköpuð færi fyrir liðsfélaga sína og eitt fiskað víti.

Til hamingju Antoine og gangi þér vel !