Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn í æfingahóp U19 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 13.-15. janúar 🇮🇸
Hópurinn æfir saman í Skessunni. Knattspyrnudeild Gróttu óskar Hákoni góðs gengis á æfingunum!
Kvennalið Vals í körfubolta var valið lið ársins á kjöri Íþróttamanns ársins í Hörpu þann 28. desember s.l. Þess ber að geta að karlalið Gróttu í knattspyrnu var í fjórða sæti í valinu á liði ársins! Eins og kunnugt er sigruðu strákarnir Inkasso-deildina sem nýliðar, eftir að hafa verið spáð 9. sæti fyrir mót. Ekkert knattspyrnulið hlaut fleiri atkvæði í kjörinu og má því að segja að Grótta sé knattspyrnulið ársins að mati íþróttafréttamanna!
5. flokkar Gróttu héldu sameiginlegt jóla – softball mót seinasta föstudag.
Continue readingMarkmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Þetta er mikið fagnarefni fyrir félagið enda Hákon einn allra efnilegasti markmaður landsins. Hákon sem er fæddur árið 2001 kom inní lið Gróttu árið 2018 og í sumar lék hann alla 22 leiki liðsins í Inkasso-deildinni og í lok tímabilsins var hann valinn í úrvalsliðs ársins hjá Fótbolti.net.
Hákon hefur varið mark U19 ára landsliðsins í ár og var kallaður til æfinga hjá U21 árs landsliðinu nú í haust. Hans bíður spennandi verkefni með nýliðum Gróttu í Pepsi Max deildinni næsta sumar.
Árlega er haldin jólakortasamkeppni um gerð jólakort fyrir félagið þar sem viðfangsefnið er jólin og íþróttafélagið Grótta.
Continue readingLaugardaginn 14. des fór fram jólamót hjá yngstu iðkendum félagsins í hópfimleikum. Mótið gekk ótrúlega vel og þökkum við öllum iðkendum, foreldrum og þjálfurum kærlega fyrir daginn.
Continue readingFréttir dagsins eru sannarlega gleðilegar en okkar eini sanni Bjarki Már Ólafsson er að taka til starfa hjá katarska stórliðinu Al Arabi ásamt Heimi Hallgrímssyni fyrrum landsliðsþjálfara.
Continue readingÁrlegt Aðventumót Ármanns og Grótta var með keppendur í 6. þrepi drengja og 5. og 4. þepi stúlkna.
Continue readingGróttu stelpurnar, Nanna Guðmundsdóttir og Laufey Birna Jóhannsdóttir kepptu í gær fyrir hönd Íslands á mótinu Elite Gym Massilia í Frakklandi.
Continue reading