Leikdagur – Grótta x Stjarnan

Í kvöld fer fram risaleikur hjá stelpunum okkar þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Hertz-höllina í 8 liða úrslitum Powerade-bikarsins. Fjölmennum, styðjum okkar lið og tryggjum liðinu í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 20:00.

Fyrir það stuðningsfólk sem kemst ekki á leikinn, þá er hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Við minnum á rjúkandi heitar Domino´s pizzur fyrir leik og í hálfleik.

🤾‍♀️ Grótta – Stjarnan
⏱ Miðvikudaginn 7.febrúar kl. 20:00
📍 Hertz-höllin
⛽️ Powerade-bikarinn

Áfram Grótta !

Íþróttafólk Gróttu 2023

Kjör íþróttafólks Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Gróttu þar sem fagnað var íþróttaárinu 2023.

Íþróttafólk Gróttu 2023 eru þau Einar Baldvin Baldvinsson handknattleiksmaður og Freyja Hannesdóttir, fimleikakona. Einnig var kjörið íþróttafólk æskunnar en í ár eru það knattspyrnufólkið Tómas Johannessen og Arnfríður Auður Arnarsdóttir sem hlutu þá viðurkenningu. Andri Sigfússon handknattleiksþjálfari er þjálfari ársins.

Valið á sjálfboðaliðum ársins er þáttur í því að þakka þeim sem leggja til af sínum tíma og orku í félagið á hverju ári. Sjálfboðaliðar ársins 2023 eru Guðrún Jóna Stefánsdóttir hjá fimleikadeild, Eyjólfur Garðarsson hjá handknattleiksdeild og Þórir Hallgrímsson hjá knattspyrnudeild.

Veitt var viðurkenning til þeirra sem kepptu fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti á árinu. Að þessu sinni voru það Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir sem spiluðu sína fyrstu landsleiki á árinu.

Í ár voru 20 aðilum veitt heiðursmerki Gróttu fyrir vel unnin störf fyrir félagið.

Þau sem hlutu bronsmerki voru eftirfarandi: Anna Dóra Ófeigsdóttir, Arnar Þór Axelsson, Bogi Elvar Grétarsson, Hansína Þóra Gunnarsdóttir, Hannes Grimm, Hildur Ólafsdóttir, Hrafnhildur Thoroddsen, Jóhanna Selma Sigurðardóttir, Sólveig Herbertsdóttir, Þórir Hallgrímsson, Ægir Steinarsson og Valgerður Thoroddsen.

Þau sem hlutu silfurmerki voru eftirfarandi: Ólöf Línberg Kristjánsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Íris Björk Símonardóttir og Valdimar Ólafsson.

Þau sem hlutu gullmerki voru eftirfarandi: Arndís María Erlingsdóttir, Davíð Örn Hlöðversson, Gabriella Belányi og Kristín Þórðardóttir.

Heiðursfélagi Gróttu er æðsti heiður sem félagið veitir. Í ár var Kristín Finnbogadóttir gerð að heiðursfélaga.

Við viljum óska þeim öllum til hamingju!

Kjör íþróttafólks GRÓTTU 2023

Íþróttamaður og kona Gróttu fyrir árið 2023 verða kjörin við hátíðlega athöfn á morgunn, fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.

Auk þess verða krýnd:

*Íþróttakona æskunnar.

*Íþróttamaður æskunnar.

*Þjálfari ársins.

*Sjálfboðaliðar ársins hjá öllum deildum.

*Þau sem kepptu í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd á árinu.

*Afhent verða brons-, silfur- og gullmerki Gróttu.

*Heiðursfélagi Gróttu.

Við hvetjum allt Gróttufólk til að mæta og heiðra okkar flotta íþróttafólk.

Léttar veitingar í boði.

Viðburður á Facebook

Hætt hefur verið við Þorrablót GRÓTTU!

Ákveðið hefur verið að fella niður fyrirhugað Þorrablót ann 27. janúar næstkomandi. Kostnaður við halda Þorrablót í Íþróttahúsinu hefur aukist verulega á milli ára og fyrirséð að nægileg þáttaka sé ekki til staðar svo blótið geti staðið undir sér.

Continue reading

Andri nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Andri Sigfússon hefur tekið við sem yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu. Hann tekur við af Magnúsi Karli Magnússyni. Andri er uppalinn Gróttumaður, æfði með félaginu frá unga aldri og hóf svo þjálfun árið 2002. Það má með sanni segja að Andri sé einn af reyndustu og öflugustu þjálfurum Gróttu og því mikill fengur að fá hann sem yfirþjálfara. Ásamt því að sinna yfirþjálfarastarfinu og þjálfun nokkurra flokka hjá Gróttu, er Andri þjálfari U-liðs Gróttu og U-16 landsliðs karla. Andri er afar metnaðarfullur og kraftmikill þjálfari og það er mikil tilhlökkun hjá stjórn barna-og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi samstarfi.

„Ég hlakka mikið til að hefja störf og halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í vetur og undanfarin ár. Grótta hefur á að skipa virkilega öflugum hópi þjálfara sem hefur unnið frábært starf með okkar fjölmörgu iðkendum. Vonandi náum við í sameiningu að bæta okkar starf enn þá meira,“ sagði Andri þegar samningar voru í höfn.

Yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu lætur af störfum

Barna-og unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu og Magnús Karl Magnússon hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af störfum fyrir félagið. Magnús ætlar að einbeita sér að starfi sínu sem íþróttasálfræðingur.

Magnús hóf störf í júní og hefur frá þeim tíma þjálfað 8. flokk karla og 4. flokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari  6. flokks kvenna.

Magnús hefur komið inn með góðar áherslur í barna-og unglingastarf handknattleiksdeildarinnar og bætt ofan á það metnaðarfulla og faglega uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið undanfarin ár.

Við þökkum Magnúsi fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í hans næstu verkefnum.

Barna- og Unglingaráð Gróttu

Þjálfarar óskast í Gróttu

Fimleikadeild og handknattleiksdeild Gróttu leita eftir þjálfurum fyrir vorönn sem að nú fer að hefjast.

Hægt er að sækja um á alfred.is fyrir fimleikadeildina, sjá hér-https://alfred.is/starf/fimleikathjalfarar-oskast-i-grottu, eða senda póst á hansina@grotta.is. Varðandi þjálfun í handknattleiksdeildinni er hægt að senda á magnuskarl@grotta.is, yfirþjálfara, upp á ítarlegri upplýsingar eða til að senda inn umsókn.

Við viljum hvetja alla þá aðila sem að hafa áhuga á því að þjálfa fyrir hönd Gróttu að sækja um störfin sem fyrst.

Áfram Grótta

Nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Íþróttafélagið Grótta hefur ráðið nýjan framkvæmdarstjóra til forystu í félaginu.

Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gróttu. Jón, sem er viðskiptafræðingur og mannauðsstjóri að mennt, var valinn úr hópi fjölda umsækjanda. Hann hefur víðtæka starfsreynslu og kemur til Gróttu frá Krumma ehf. þar sem hann hefur starfað sem markaðsstjóri síðastliðin sjö ár. Jón hefur áralanga reynslu sem stjórnandi, bæði hjá 365 Miðlum og fyrirtækinu Bestseller, en á einnig að baki farsælan feril innan íþróttahreyfingarinnar sem afreksstjóri Fram á árunum 2009-2012.

Jón er þekktur af jákvæðni og metnaði og er Aðalstjórn Gróttu er því afar ánægð með að fá hann til liðs við félagið og er full tilhlökkunar að sjá hann stýra félaginu inn í framtíðina. 

Jólakveðja Gróttu

Íþróttafélag Gróttu óskar öllu Gróttufólk nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum kærlega samfylgdina á líðandi ári og hlökkum mikið til komandi Gróttustunda árið 2024.

Jólatilboð á Gróttu handklæðum

Gróttu handklæði í jólapakkann

Grótta hefur ákveðið að selja hin geysivinsælu og fallegu Gróttu handklæði á sannkölluðu jólatilboði.

Handklæðin kosta núna 3500 kr og eru til sölu hérna í húsinu til klukkan 15.00- en eftir þann tíma að þá er velkomið að hringja í Hörpu, stjórnarmann knattspyrnudeildarinnar, í síma 8960118 til að nálgast handlæðin.

Frábær gjöf í jólapakkann þetta árið- Áfram Grótta.