Fréttatilkynning frá knattspyrnudeild

Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur gengið frá starfslokum Þórhalls Dan Jóhannssonar, þjálfara meistaraflokks karla. Þórhalli var þröngt sniðinn stakkur þegar hann tók við liðinu haustið 2016, þá nýskriðunu upp í fyrstu deild.

Halda áfram að lesa

Halldór ráðinn aðstoðarþjálfari

Halldór Árnason mun verða aðstoðarþjálfari Óskar Hrafns Þorvaldssonar hjá meistaraflokki karla á tímabilinu en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina. Óskar tók við liðinu fyrir nokkrum vikum og kveðst hæstánægður með ráðningu Halldórs í meistaraflokkinn: Það er frábært að fá Halldór til starfa. Hann er einn hæfileikaríkasti og metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef kynnst.

Halda áfram að lesa

Halldór Árnason ráðinn til Gróttu

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Gróttu hefur samið við Halldór Árnason um að taka við þjálfun 2. og 5. flokks karla hjá félaginu. Halldór kemur til Gróttu frá Stjörnunni þar sem hann hefur starfað sem 2. flokks þjálfari síðustu tvö ár ásamt því að sinna afreksþjálfun.

Halda áfram að lesa

Bjarki Már nýr yfirþjálfari

Bjarki Már Ólafsson hefur verið ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Gróttu. Bjarki tekur við starfinu af Magnúsi Erni Helgasyni sem mun starfa áfram við þjálfun hjá Gróttu en hann á einnig sæti í stjórn knattspyrnudeildar. Gróttasport heyrði hljóðið í þeim Bjarka og Magnúsi.

Halda áfram að lesa