Orri Steinn var aftur á skotskónum með U15 ára landsliðinu, en leikið var við Hong Kong á Njarðtaksvelli í gær. Eins og fyrr var fjallað um var Orri í byrjunarliði landsliðsins á laugardaginn, en í leiknum í gær kom hann inn á í hálfleik.
Halda áfram að lesaOrri Steinn skoraði 6 mörk í 13-0 sigri U15
Orri Steinn Óskarsson, leikmaður 3. flokks karla, var í byrjunarliði U15 ára landsliðs Íslands sem mætti Peking í æfingaleik í gær. Ísland vann góðan 13-0 sigur á Peking, en leikið var á Garðsvelli. Orri Steinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 6 mörk og var markahæstur í leiknum.
Halda áfram að lesaHákon Valdimarsson valinn í U18 landsliðið
Hákon Rafn Valdimarsson, hinn ungi og efnilegi markmaður, var valinn í landsliðshóp U18 sem mætti Lettlandi í vináttulandsleik fyrr í dag. Hákon var í byrjunarliði Íslands og hélt hreinu, en Ísland vann 0-2.
Halda áfram að lesaGrímur Ingi keppti með U-15
U-15 ára lið Íslands tók á móti sterku liði Sviss í tveimur æfingaleikjum fyrr í maí. Þar átti Grótta glæsilegan fulltrúa – miðjumanninn Grím Inga Jakobsson. Í fyrri leiknum, sem tapaðist 4-1, kom Grímur inná sem varamaður en í síðari leiknum var okkar maður í byrjunarliðinu.
Halda áfram að lesaGrímur, Krummi og Orri léku með landsliðinu
Um liðna helgi lék 15-ára landslið Íslands æfingaleiki við Færeyjar. Valinn var 22 manna hópur fyrir leikina og átti Grótta þar þrjá fulltrúa, þá Grím Inga Jakobsson, Krumma Kaldal og Orra Stein Óskarsson. Sannarlega glæsilegt hjá ekki stærra félagi.
Halda áfram að lesaLovísa með U19 ára landsliðinu
Um seinustu helgi fór fram Norðurlandamót U19 ára landsliðs kvenna. Mótið fór fram í Helsingborg í Svíþjóð. Upphaflega áttu tvær Gróttustúlkur að leika með liðinu en Selma Þóra Jóhannsdóttir meiddist á lokametrunum og gat því ekki farið með liðinu á mótið.
Halda áfram að lesaAron, Leonharð og Nökkvi í U21 árs landsliðinu
Núna í hádeginu var valið í U21 árs landslið karla sem æfir í byrjun nóvember. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í janúar. Þrír Gróttumenn voru valdir í 15 manna æfingahóp en það eru þeir Aron Dagur Pálsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Nökkvi Dan Elliðason.
Halda áfram að lesa6 úr Gróttu valdir á U15 landsliðsæfingar
Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.
Halda áfram að lesa