Bæjarhátíð Seltjarnarness verður haldin 26.-28. ágúst og mun Grótta líkt og undanfarin ár taka þátt í dagskránni. Dagskrá bæjarhátíðarinnar má finna vef Seltjarnarnessbæjar, www.seltjarnarnes.is
Halda áfram að lesaBrynjar Kristmundsson í Gróttu
Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við miðjumanninn Brynjar Kristmundsson um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Brynjar er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem á án efa eftir að nýtast vel það sem eftir lifir sumars.
Halda áfram að lesaÁsi Þórhallsson í Gróttu
Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.
Halda áfram að lesaPétur Árni í Gróttu
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við hinn unga og efnilega Pétur Árna Hauksson til tveggja ára. Pétur Árni er örvhent skytta og kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur spilað alla sína tíð. Pétur Árni er 18 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og var einmitt á dögunum valinn í lokahóp U18 ára landsliðsins sem fór til Þýskalands í lok júní á æfingamót og var einnig valinn í hópinn fyrir lokakeppni EM sem fram fer í Króatíu í ágúst.
Halda áfram að lesaVígsla nýs gervigrass á Vivaldivellinum – mikilvægur leikur í 2. deildinni
Næstkomandi þriðjudag 5. júlí kl. 19.15 fer fram fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi á Vivaldivellinum. Heimamenn í Gróttu taka þá á móti Njarðvíkingum í 2. deild karla. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttu Gróttu um efstu sætin í deildinni.
Halda áfram að lesaFlottar stelpur á Pæjumóti
Þann 8. júní héldu 15 vaskar Gróttustelpur í 5. flokki á TM-mótið (Pæjumótið) í Vestmannaeyjum. Grótta sendi tvö lið til leiks sem bæði stóðu sig með mikilli prýði en hér verður sagt frá ævintýrum Gróttustelpnanna í stuttu máli.
Halda áfram að lesaEmma Havin til liðs við Gróttu
Hornamaðurinn Emma Havin Sardarsdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabil. Emma er 26 ára gömul og er uppalinn Akureyringur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Á sínum yngri árum átti Emma fast sæti í landsliðum HSÍ. Á síðasta keppnistímabili skoraði hún 89 mörk í 22 leikjum í Olís deild kvenna.
Halda áfram að lesaGróttuleiðin kynnt
Vel var mætt á kynningu knattspyrnudeildar á Gróttuleiðinni, nýrri handbók sem fjallar um starf deildarinnar frá margvíslegum hliðum, í hátíðarsal Gróttu á þriðjudaginn.
Halda áfram að lesaFanney Hauksdóttir heimsmeistari í kraftlyftingum
Fyrir stuttu náði kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.
Halda áfram að lesaJúlíus Þórir áfram á Nesinu
Júlíus Þórir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára
Halda áfram að lesa