Þrír Gróttu-menn í U21 árs landsliðinu

Á dögunum valdi Einar Andri Einarsson nýráðinn þjálfari U21 árs landsliðs karla í handbolta 20 manna hóp fyrir 2 æfingarleiki við Frakkland í lok október. Leikirnir fara fram föstudaginn 26.október kl 20:00 og laugardaginn 27.október kl 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði.

Þrír leikmenn Gróttu voru valdir í hópinn en það eru vinstri hornamaðurinn Alexander Jón Másson og línutröllin Hannes Grimm og Sveinn José Riviera.

Við óskum þeim til hamingju með valið og góðs gengis í leikjunum tveimur.

Fýluferð í Árbæinn

Gróttu-stelpur gerðu sér ferð á föstudagskvöldið upp í Árbæ, nánar tiltekið í Fylkis-höllina þar sem þær mættu heimastúlkum í Fylki í 4.umferð Grill-66 deildinni. Stelpurnar höfðu byrjað tímabilið ágætlega en eftir skell í fyrsta leik liðsins voru komnir 2 sigurleikir í röð á töfluna og því mikið sjálfstraust í liðinu fyrir þennan leik gegn Fylki.

Halda áfram að lesa

Fimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ

Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!

Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!