Vetraræfingatafla knattspyrnudeildar

Vetraræfingataflan tekur gildi fyrir 5.-8. flokk karla og kvenna þriðjudaginn 25. ágúst.

2-4. flokkur æfir áfram í sínum flokkum þangað til mótin klárast, en eldra árið í 5. flokki færist upp 25. ágúst og æfir með 4. flokki. Æfingatímar hjá 2.-4. flokki gætu breyst vegna leikja, en iðkendur og foreldrar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum frá þjálfurum.

Vetrarfrí flokkanna verður 22. október-2. nóvember.

Þjálfarar flokkanna verða tilkynntir á næstu dögum.

Nánari upplýsingar veita Chris (chris@grotta.is) og Jórunn María (jorunnmaria@grotta.is).

Sigur og jafntefli hjá meistaraflokkunum

Nú eru Íslandsmótin hjá meistaraflokkum landsins farin aftur af stað eftir tveggja vikna hlé vegna Covid-19 takmarkana. Strákarnir héldu til Garðabæjar síðasta föstudag til að spila við Stjörnuna. Stjörnumenn komust yfir á ’26 mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Grótta jafnaði síðan metin á ’75 mínútu þegar Karl Friðleifur Gunnarsson kom boltanum í netið eftir sendingu frá Kristófer Orra Péturssyni. Lokatölur 1-1 eftir hörku leik!

Stelpurnar lögðu leið sína í Grafarvog í gærkvöldi og léku við Fjölni á tómum Extravellinum. Grótta komst snemma yfir en Signý Ylfa Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Gróttu á 5’ mínútu. Grótta innsiglaði síðan sigurinn á 90’ mínútu þegar Guðfinna Kristín Björnsdóttir kom boltanum í netið eftir hornspyrnu. Grótta situr áfram í 3. sæti eftir sigurinn með 17 stig, tveimur stigum á eftir Tindastól sem eru í 2. sæti og þremur stigum á eftir Keflavík sem sitja á toppnum.


Næsti leikur hjá drengjunum er föstudaginn 21. ágúst þegar Blikar koma í heimsókn á Vivaldivöllinn og næsti leikur hjá Gróttukonum er á laugardaginn á Vivaldivellinum kl. 13:00 gegn ÍA. Við minnum á að áfram er áhorfendalaust á leikjunum.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Þrír flokkar frá Gróttu á Rey Cup

3. og 4. flokkur kvenna ásamt 4. flokki karla fóru á Rey Cup 22.-26. júlí. 3.flokkur kvenna var með tvö lið á mótinu. Þeim gekk vel alla dagana og það var frábær stemning í hópnum. Allar stelpurnar spiluðu vel þrátt fyrir marga leiki og erfiðar aðstæður. Það var ekki bara spilað fótbolta heldur skellti hópurinn sér einnig saman í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn. Lið 1 endaði í 3.sæti á mótinu og lið 2 í 4.sæti.
4.flokkur kvenna fór með 1 lið á mótið. Stelpurnar spiluðu frábæran sóknarbolta á mótinu og sköpuðust mörg glæsileg mörk uppúr uppspili stelpnanna. Úrslitin voru aukaatriði og skemmtu allar stelpurnar sér frábærlega alla dagana þar sem leikgleði og hamingja var við völdin!

4. flokkur karla fór með 2 lið á Rey Cup og stóðu sig með stakri prýði. Skemmtu drengirnir sér mjög vel og spiluðu skemmtilegan fótbolta þrátt fyrir skrautlegar vallaraðstæður inn á milli. Mörg glæsileg mörk voru skoruð og mátt sjá að drengirnir höfðu mjög gaman af mótinu. 

Meðfylgjandi mynd er af liði 1 hjá 3. flokki kvenna Gróttu/KR og er tekin af Margréti Kristínu Jónsdóttur.