Halldór ráðinn aðstoðarþjálfari

Halldór Árnason mun verða aðstoðarþjálfari Óskar Hrafns Þorvaldssonar hjá meistaraflokki karla á tímabilinu en samningar þess efnis voru undirritaðir um helgina. Óskar tók við liðinu fyrir nokkrum vikum og kveðst hæstánægður með ráðningu Halldórs í meistaraflokkinn: Það er frábært að fá Halldór til starfa. Hann er einn hæfileikaríkasti og metnaðarfyllsti þjálfari sem ég hef kynnst.

Continue reading

Ási Þórhallsson í Gróttu

Meistaraflokkur karla hefur fengið miðvörðinn Ása Þórhallsson á láni út tímabilið. Ási er fæddur 1995 og er uppalinn hjá Keflavík. Þá var hann í herbúðum FH-inga í tvö ár og lék loks 18 leiki með Sindra síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Snemma árs sneri Ási loks aftur til uppeldisfélagsins.

Continue reading