Heimaleikjakort, tilboð og fréttir

Það er gríðarleg eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta heimaleik félagsins í efstu deild sem fer fram laugardaginn 20. júní kl. 15:45 þegar við fáum stórlið VALS í heimsókn. Meistaraflokkur kvenna hefur leik kvöldið áður í Lengjudeildinni (föstudaginn 19. Júní) kl. 19:15 á Vivaldivellinum gegn Fjölni.

Continue reading

Hulda Sigurðardóttir til Gróttu

Hulda Sigurðardóttir er genginn til liðs við Gróttu á láni frá Fylki. Hulda, sem er fædd árið 1993, hefur spilað 123 leiki (48 í efstu deild) með Leikni, Haukum og Fylki og skorað í þeim 24 mörk. Þá á Hulda að baki 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Magnús Örn Helgason þjálfari Gróttu fagnar komu Huldu á Nesið. „Það er frábært fyrir okkar unga lið að fá hæfileikaríkan og reynslumikinn leikmann eins og Huldu í okkar raðir. Hún getur spilað margar stöður og brotið leikinn upp. Hulda er sterkur karakter og strax á hennar fyrstu æfingum hefur sést hve öfluga keppnismanneskju hún hefur að geyma.“ Hulda var einnig mjög kát með skiptin yfir í Gróttu. „Ég er mjög glöð að vera komin í Gróttu og hlakka til að byrja að spila. Það er mikil stemning og metnaður innan hópsins og móttökurnar sem ég fékk voru frábærar. Vonandi get ég hjálpað liðinu að eiga frábært sumar í Lengjudeildinni.“

8. og 7. flokkur á VÍS móti Þróttar

Laugardaginn 31. maí skelltu 7. flokkur karla og 8. flokkur karla og kvenna sér á VÍS mót Þróttar. Sumir voru að fara á sitt fyrsta mót á ævinni en allir á sitt fyrsta mót í langan tíma. Grótta fór með 3 lið úr 8. flokki karla, 1 lið úr 8. flokki kvenna og 2 lið úr 7. flokki karla. Krakkarnir voru hress og kát innan sem utan vallar og greinilegt að það var mikið fjör að fá loksins að keppa í fótbolta!

Continue reading

Gróttumót 7. flokks karla haldið í þriðja sinn á Vivaldivellinum

Gróttumót 7. flokks karla var haldið í þriðja sinn síðastliðinn sunnudag. Sólin skein á Vivaldivellinum þegar 250 drengir víðsvegar af landinu spiluðu fótbolta af kappi. Grótta, Víkingur R., KR, ÍR, Leiknir R., Hamar, Álftanes, Skallagrímur og KFR tefldu fram liðum á mótinu sem gekk vonum framar. Allir þátttakendur fóru glaðir heim með Floridana safa, medalíu og gjafabréf á Hamborgarafabrikkuna.

Benedikt Bjarnason tók liðsmyndir á mótinu en þær má allar finna á facebook síðu knattspyrnudeildarinnar.

Axel Sigurðarson í Gróttu

Sóknarmaðurinn Axel Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Axel spilaði mikilvægt hlutverk í Gróttuliðinu síðasta sumar en þá spilaði hann 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim þrjú mörk. Axel á að baki sér 47 meistaraflokks leiki en hann hefur einnig spilað með KR, HK og ÍR.

Það er mikið gleðiefni að Axel muni spila með Gróttu á komandi tímabili, enda öflugur sóknarmaður sem mikils er vænst af. Við bjóðum Axel hjartanlega velkominn aftur á Nesið!