Nýr framkvæmdastjóri fimleikadeildar

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Fimleikadeildar en hún hóf störf þann 1. ágúst síðastliðinn. Guðrún hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í fimleikum. Sjálf æfði Guðrún fimleika í 15 ár og hefur þjálfað fimleika til fjölda ára, og eins á hún þrjú börn sem æfa hjá Fimleikadeild Gróttu. Guðrún hlaut tilnefninguna sjálfboðaliði ársins hjá Fimleikadeild Gróttu árið 2023 fyrir ómetanlegt framlag hennar til deildarinnar. Guðrún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfaði nú síðast sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá PLAY. Fimleikadeild Gróttu óskar Guðrúnu hjartanlega velkomna til félagsins og hlakkar til komandi samstarfs.

Hansína Þóra Gunnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Gróttu hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Hansína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Fimleikadeildar frá því haustið 2023 og starfað sem þjálfari hjá félaginu í um 6 ár. Stjórn Fimleikadeildar Gróttu þakkar Hansínu kærlega fyrir frábært samstarf og óeigingjarnt starf síðustu misseri og óskar henni alls hins besta á nýjum vettvangi innan íþróttahreyfingar á Íslandi þar sem kraftar hennar munu sannarlega nýtast vel.

Handboltaskóli, afreksskóli og fókusþjálfun

Núna á næstu dögum hefst sumarstarf handboltans. Það verður ýmislegt í boði fyrir verðandi grunnskólaaldur. Öll námskeið fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi og eru viku í senn.

Handboltaskóli fyrir krakka f. 2013-2018
29. júlí – 21.ágúst
kl. 09:00-12:00
Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko
Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeldar auk gestaþjálfara
Hægt að kaupa gæslu frá kl. 08:00-09:00 og frá 12:00-13:00

______________________________________________

Afreksskóli fyrir krakka og unglinga f. 2009-2012
6. ágúst – 21.ágúst
kl. 12:30-14:00
Skólastjóri: Patrekur Pétursson Sanko
Þjálfarar: Þjálfarar handknattleiksdeildar auk gestaþjálfara

______________________________________________

Fókusþjálfun fyrir krakka og unglinga f. 2008-2012
29. júlí – 1.ágúst
kl. 12:00-13:00
Umsjón og þjálfun: Tinna Jökulsdóttir

______________________________________________

Skráning í handbolta- og afreksskólann fer fram í gegnum Sportabler. Beinn hlekkur er hér: https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skólana hjá Andri Sigfússyni yfirþjálfara á andri@grotta.is.

Skráning í Fókusþjálfun fer fram í gegnum Tinnu Jökulsdóttur, tinnaj@sjukrasport.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Fókusþjálfunina í meðfylgjandi auglýsingu eða á https://www.instagram.com/fokusthjalfun

Gróttunámskeið í Fókusþjálfun

Grótta býður iðkendum sínum að taka þátt í spennandi námskeiði á vegum Fókusþjálfunar. Skemmtilegt námskeið þar sem farið er yfir liðkun, jafnvægi og snerpuæfingar. Einnig eru gerðar skemmtilegar boltaæfingar sem reyna á samhæfingu, athygli og víðsýni.

Námskeiðið verður í fjóra daga, mánudaginn 29.júlí til fimmtudagsins 1.ágúst. Námskeiðið fer fram í Hertz-höllinni.

Þjálfari námskeiðsins er Tinna Jökulsdóttir, eigandi Fókusþjálfunar, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltakona. Hún er sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna í Stjörnunni og A-landsliðs kvenna í handbolta. Skráning fer fram á tinnaj@sjukrasport.is

Frekari upplýsingar um Fókusþjálfun má nálgast á instagram-síðunni https://www.instagram.com/fokusthjalfun

Óli í Gróttu

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hafsteinn Óli, eða Óli eins og hann er kallaður kemur úr herbúðum HK þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú árin. Óli lék eitt tímabil með Aftureldingu en er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi. Þar var hann hluti af sigursælum 2000-árgangi sem urðu meðal annars bikar- og Íslandsmeistarar í 3.flokki.

Óli er hávaxinn og er örvhentur. Hann eykur breidd Gróttuliðsins hægra megin á vellinum en hann muna deila stöðunni með Ara Pétri Eiríkssyni.

Óli lék með öllum yngri landsliðum Íslands og var til dæmis hluti af U18 ára landsliðinu sem fékk silfur á EM í Króatíu.

„Það eru góð tíðindi að Óli sé kominn á Nesið. Það býr mikið í honum enda hæfileikaríkur leikmaður. Það er ekki eingöngu mikil skotógn af honum, heldur er hann afbragðs varnarmaður. Ég hlakka mikið til að vinna með honum á næstu tímabilum“, sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Vertu velkominn í blátt, Óli !

Á myndinni má sjá Hafstein Óla með Hörpu Guðfinnsdóttur stjórnarkonu í stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Íslenska U20 ára landsliðið í 7.sæti

Íslenska U20 ára landsliðið með okkar stelpum, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð gerði sér lítið fyrir og endaði í 7.sæti á HM. Mótið var haldið í Norður-Makedóníu og stóðu okkar leikmenn sig vel.

Íslenska liðið vann riðilinn sinn og komst í milliriðla með full hús stiga. Þar unnu þær íslensku Svartfjallaland en töpuðu gegn Portúgal. Með þeim úrslitum voru andstæðingar íslenska liðsins Ungverjaland í 8 liða úrslitum. Ungverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og því um erfiða leik að ræða. Okkar stelpur létu það lítið á sig fá og fór leikurinn í framlengingu. Ungverjar voru sterkari þar og mætti því íslenska liðið Svíum í krossspili um 5. – 8.sæti. Þar voru Svíar sterkari og mætti íslenska liðið því Svisslendingum um 7.sæti mótsins. Íslenska liðið sýndi mátt sinn og megin og vann 29-26 í miklum baráttuleik.

Þessi árangur, 7.sæti á HM er besti árangur sem kvennalandslið hefur náð frá upphafi. Við erum stolt af árangri liðsins og ekki síst okkar leikmanna, Önnu Karólínu Ingadóttur og Katrínar Önnu Ásmundsdóttur sem léku vel fyrir liðið. Þessi reynsla mun án efa hjálpa þessum efnilegum leikmönnum til frekari afreka og hjálpa Gróttuliðinu í Olísdeildinni í haust.

Til hamingju leikmenn og þjálfarar !

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið fjóra fimleikaþjálfara til starfa hjá deildinni fyrir næsta tímabil.

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið fjóra erlenda þjálfara til starfa hjá deildinni og hefja þeir allir störf í águst mánuði. Þjálfararnir er ungir og efnilegilegir og eru spennt fyrir því að koma að þjálfa í Gróttu. Grótta bíður þjálfarana velkomna til starfa hjá félaginu.

Elsa Garcia er 33 ára og er fyrrum landsliðskona Mexico í áhaldafimleikum. Elsa var í landsliði Mexico frá árinu 2000-2023 og fór meðal annars á ólympíuleika og á nokkur heimsmeistaramót. Elsa hefur unnið til 35 verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún ein af bestu fimleikakonum Mexico í áhaldafimleikum frá upphafi.

David Dexter er 27 ára frá Bandaríkjunum. Ungur og efnilegur þjálfari sem að hefur þjálfað fimleika í rúm 8 ár. Hann þjálfar nú hópa allt frá byrjendum upp í afreksþjálfun í Bandaríkjunum. David hefur verið að stunda háskólanám síðustu ár og er með  Bachelor’s of Health Science ásamt því að þjálfa fimleika.

Josiel 23 ára er einnig frá Bandaríkjunum og hefur þjálfað fimleika í yfir 6 ár og er mjög metnaðarfullur og áhugasamur þjálfari. Josiel hefur þjálfað börn frá leikskólaaldri uppí keppnishópa á eftri stigum fimleikastigans. Josiel útskrifast úr háskola nú í vor sem tölvunarfræðingur. Hann hefur sótt mikið að þjálfaranámskeiðum síðustu ár og hefur metnað fyrir því að menta sig meira í fimleikaþjálfun.

Csaba er 40 ára og er frá Ungverjalandi. Csaba hefur síðustu ár verið að þjálfa fimleika og vinna í Noregi frá því árið 2016. Csaba hefur þjálfað stelpur og stráka á öllum aldri. Einng hefur hann verið aðstoðarþjálfari í hópfimleikum.

Frábær ferð til Þýskalands

Í byrjun júní hélt 3.flokkur karla í æfinga- og keppnisferð til Þýskalands. Liðið dvaldi í Leipzig fyrri hluta ferðarinnar þar sem liðið æfði og lék þrjá æfingaleiki gegn unglinga- og ungmennaliðum félagsins. Fyrsti leikurinn var gegn B-jugend liðinu. Okkar strákar léku við hvern sinn fingur og uppskáru góðan 23-40 sigur þar sem allir útileikmenn skoruðu og markmennirnir dreifðu markvörslunni á milli sín.

Daginn eftir léku strákarnir gegn U23 ára liði Leipzig. Um var að ræða hörkuleik gegn öflugu liði. Því miður tapaðist leikurinn 31-24 og segja má að Akkilesarhæll liðsins hafi verið færanýting. Seinasti æfingaleikur Gróttu var gegn A-jugend liði Leipzig. Eftir hraðan og skemmtilegan leik voru það okkar menn sem uppskáru fimm marka sigur, 35-40.

Á meðan liðið dvaldi í Leipzig bauð Gróttumaðurinn Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig liðinu heim til sín í grillveislu. Við þökkum honum kærlega fyrir heimboðið og gestrisnina.

Seinni hluti ferðarinnar var í Köln þar sem strákarnir fylgdust með Final 4 í meistaradeildinni. Þar horfðu þeir á undanúrslitin og úrslitaleikina í stórkostlegri Lanxess-höllinni. Eftir mikla baráttu voru það Barcelona sem voru sterkastir eftir æsispennandi úrslitaleik.

Ferðin stóð yfir í rúmlega viku og heppnaðist frábærlega. Hún skilur án efa eftir góðar minningar hjá strákunum.

Anna Karólína og Katrín Anna í 8 liða úrslit

Anna Karólína og Katrín Anna ásamt U20 ára landsliði kvenna eru heldur betur að standa sig vel á HM í Norður-Makedóníu. Íslenska liðið mætti Svartfjallalandi og Portúgal í milliriðlum á mánudaginn og þriðjudaginn. Leikurinn gegn Svartfjallalandi vannst örugglega en því miður tapaðist leikurinn gegn Portúgal með aðeins einu marki.

Íslenska liðið endaði því í 2.sæti í milliriðlinum og er komið í 8 liða úrslit á HM. Þar mun liðið mæta feykilega sterku liði Ungverjalands sem eru ríkjandi Evrópumeistarar. Leikurinn fer fram á morgun, fimmtudag kl. 16:00. Allir leikir íslenska liðsins eru sýndir í beinni útsendingu á rás IHF á Youtube. Með sigri kemst Ísland í undanúrslit mótsins en tapi liðið gegn Ungverjum leikur liðið um sæti 5 – 8 í keppninni.

Gróttustelpurnar hafa heldur betur staðið sig vel á mótinu hingað til. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði 1 mark gegn Svartfjallalandi og 3 mörk gegn Portúgal og er samtals komin með 17 mörk í mótinu. Þar er hún í 3.sæti af íslensku stelpunum. Anna Karólína Ingadóttir náði því miður ekki að verja þau skot sem hún fékk á sig í milliriðlinum. Engu að síður er hún búin að verja 18 skot í keppninni með 47,3% markvörslu. Þar er hún í 2.sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna í öllu mótinu.

Við höldum áfram að fylgjast með liðinu og okkar stelpum í mótinu.