Þórður Þórðarson hefur gert breytingar á æfingahóp U19 ára landsliðsins fyrir undankeppni EM 2020, en riðill Íslands fer fram hér á landi. Tinna Brá Magnúsdóttir, sem er 15 ára, kemur inn í hópinn í stað Birtu Guðlaugsdóttur. Ísland er í riðli með Spáni, Grikklandi og Kasakstan og fara leikirnir fram dagana 2.-8. október.
2. flokkur kvenna í 3. sæti Íslandsmótsins
2. flokkur kvenna lauk nýverið keppni í Íslandsmótinu og enduðu þær í 3. sæti mótsins.
Continue readingGrímur, Kjartan og Orri í æfingahóp U17 ára landsliðsins
Gróttumennirnir Grímur Ingi Jakobsson, Kjartan Kári Halldórsson og Orri Steinn Óskarsson eru í æfingahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í æfingum dagana 30. september – 2. október.
Continue readingLokahóf meistaraflokka Gróttu
Lokahóf meistaraflokka Gróttu fór fram í gærkvöldi eftir vægast sagt frábært sumar.
Continue readingGRÓTTA INKASSO-MEISTARAR OG HALDA UPP Í PEPSI MAX DEILDINA!
Grótta vann sannfærandi sigur gegn Haukum 4-0 laugardaginn 21. september og sigraði þar með Inkasso-deildina
Continue reading4. flokkur kvenna deildarmeistarar í A og B liðum
A og B lið 4. flokks kvenna náðu þeim glæsta árangri í ágúst að verða deildarmeistarar í bæði A og B liðum! A-liðið endaði í 1. sæti eftir að hafa unnið alla sína 12 leiki. Emelía Óskarsdóttir var markahæst í deildinni með 24 mörk, og á eftir henni er Ísabella Sara með 20 mörk, sem er KR megin í liðinu. B-liðið var einnig í 1. sæti með 34 stig eftir 14 leiki. Marín Jóhannsdóttir var þar markahæst með 19 mörk, en hún er KR megin. B-liðið innsiglaði sigurinn með 6-3 sigri gegn Selfoss/Ham/Æg/KFR á KR-vellinum í gær en A-liðið vann einnig sama lið 3-0 í gær.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og Bjössa og Íunni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Grótta/KR!
Endurbætt íþróttamiðstöð og nýtt fimleikahús opnað
Það var svo sannarlega margt um manninn í opnunarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness, í gær laugardaginn 14. september.
Continue readingFyrsta landsliðskona Gróttu!
Það var stór stund í vikunni þegar Tinna Brá Magnúsdóttir lék með U15 ára landsliði Íslands á æfingamóti í Víetnam. Ekki bara fyrir Tinnu heldur fyrir knattspyrnudeild Gróttu sem eignaðist þar með sína fyrstu landsliðskonu.
Continue readingGrótta mfl. kvk í Inkasso 2020
Meistaraflokkur kvenna luku keppni í 2. deild kvenna sunnudaginn 8. september en stelpurnar lentu í 2. sæti í deildinni og tryggðu sér þar með sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári!
Continue readingDida til Benfica
Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.
Continue reading