Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur undirritað tveggja ára samning við Gróttu. Hreiðar hefur á undanförnum árum verið einn af öflugri markvörðum landsins. Hann hefur leikið 146 landsleiki fyrir Íslands hönd en undanfarin ár hefur hann haft handbolta að atvinnu sinnu í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi.
Continue readingMaximilian til liðs við Gróttu
Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Svíann Maximilian Jonsson um að leika með liðinu til næstu tveggja keppnistímabila. Maximilian eða Max, eins og hann er jafnan kallaður er 195 cm á hæð, 28 ára gamall og spilar stöðu hægri skyttu.
Continue readingLovísa með U19 ára landsliðinu
Um seinustu helgi fór fram Norðurlandamót U19 ára landsliðs kvenna. Mótið fór fram í Helsingborg í Svíþjóð. Upphaflega áttu tvær Gróttustúlkur að leika með liðinu en Selma Þóra Jóhannsdóttir meiddist á lokametrunum og gat því ekki farið með liðinu á mótið.
Continue readingFlottar helgar hjá 5.flokki karla
Seinustu tvær helgar hefur 5.flokkur karla staðið í ströngu. Yngra ár flokksins lék í Kaplakrika í umsjón FH-inga helgina 10. – 12.mars og eldra árið lék helgina 17. – 19.mars í Garðabæ í umsjón Stjörnunnar. Spilamennska drengjanna og liðanna þriggja var heilt yfir mjög góð á þessum tveimur mótum.
Continue readingAnna Úrsúla aðstoðar Kára
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu. Önnu Úrsúlu þekkja flestir sem koma að íþróttum hérlendis enda verið ein af máttarstólpum Gróttuliðsins seinustu tvö tímabilin í Olísdeildinni.
Continue readingAron, Leonharð og Nökkvi í U21 árs landsliðinu
Núna í hádeginu var valið í U21 árs landslið karla sem æfir í byrjun nóvember. Liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í janúar. Þrír Gróttumenn voru valdir í 15 manna æfingahóp en það eru þeir Aron Dagur Pálsson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Nökkvi Dan Elliðason.
Continue reading6 úr Gróttu valdir á U15 landsliðsæfingar
Um helgina var valið í U15 ára landslið karla. Tveir æfingahópar voru valdir; strákar fæddir 2002 og annar hópur fyrir stráka fædda 2003. Við Gróttufólk eigum hvorki fleiri né færri en 6 drengi í þessum hópum.
Continue readingYfirlýsing vegna skrifa aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu í handknattleik
Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar.
Continue readingGrótta sigurvegari á UMSK-mótinu
Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.
Continue readingHandboltaskóli Gróttu í fullum gangi
Þessa dagana er mikið líf í íþróttahúsinu enda er Handboltaskóli Gróttu í fullum gangi. Góð þátttaka er í skólann eins og undanfarin ár og greinilegt að krakkarnir bíða í ofvæni eftir handboltavetrinum eftir gott sumarfrí.
Continue reading