Mánudaginn 4. maí voru merk tímamót að íþróttastarf barna og unglinga hófst að nýju án takmarkana. Íþróttastarf eldri einstaklinga hefst einnig en með nokkrum takmörkunum.
Continue readingUpplýsingagjöf vegna samkomubanns
Fljótlega í kjölfar tölvupóstsins sem ég sendi ykkur í gær kom eftirfarandi tilkynning frá ÍSÍ hér. Það er því ljóst að með þessari tilkynningu girða yfirvöld fyrir allt íþróttastarf í landinu á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttafélagið Grótta mun að sjálfsögðu fara eftir þessum fyrirmælum yfirvalda og sýna þar með ábyrgð í verki.
Continue readingGrótta gerir sitt besta
Á undanförnum vikum hafa starfsmenn, þjálfarar og sjálfboðaliðar hjá Gróttu einbeitt sér að því að takast á við þau verkefni sem fylgt hafa þeim aðgerðum sem grípa hefur þurft til vegna kórónuveirufaraldsins. Flest þessara verka hafa lagst ofan á önnur verkefni sem ávallt þarf að sinna óháð því hvert ástandið í samfélaginu er.
Continue readingFarsæl öldrun
Nú rétt í þessu var að ljúka fjölmennum kynningarfundi á verkefninu – Farsæl öldrun. Grótta og félagsstarf eldri bæjarbúa munu taka höndum saman næstu vikurnar og bjóða eldri borgurum upp á markvissa hreyfingu í íþróttamannvirkjum Gróttu. Eva Katrín Friðgeirsdóttir íþróttafræðingur og yfirþjálfari hópfimleika hjá Gróttu mun sjá um þjálfunina.
Verkefnið hefst í byrjun næstu viku og stendur í 12 vikur. Kennt er í fjórum hópum og eru átta einstaklingar í hverjum hópi. Skemmst er frá því að segja að það fylltist strax í alla hópana og færri komust að en vildu. Það er von Gróttu að verkefnið takist vel og að framhald verði á því næsta haust.
Pétur Theodór Árnason er íþróttamaður Seltjarnarness
Pétur Theodór Árnason var valinn íþróttamaður Seltjarnarness við hátíðlega athöfn í Félagsheimili Seltjarnarness í gær.
Pétur er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann er 24 ára gamall og lék upp alla yngri flokkana með Gróttu. Þegar Pétur var aðeins 16 ára gamall spilaði hann sína fyrstu leiki með Gróttu í 1. deild og lék einnig með U16 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu. Þá um haustið fór Pétur á reynslu til enska liðsins Reading og var viðloðandi landsliðshópa næstu misseri. Sumarið 2013 lenti Pétur í því áfalli að slíta krossband í hné og ári síðar, eftir margra mánaða endurhæfingu, slitnaði krossbandið aftur. Síðan þá hefur ferill Péturs farið smám saman upp á við en hann kom sterkur inn í Gróttuliðið um mitt sumar 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp
úr 2. deild.
Árið 2019 var ár Péturs Theodórs. Hann var markahæsti leikmaður Mjólkurbikarsins með 9 mörk og var lykilmaður í liði Gróttu sem sigraði Inkasso-deildina eftirminnilega í sumar. Pétur var valinn besti leikmaður fyrri hluta mótsins, hann var markakóngur deildarinnar með 15 mörk
í 22 leikjum og í lok tímabilsins var Pétur í liði ársins! Pétur Theodór var valinn leikmaður ársins hjá Gróttu á lokahófi meistaraflokkanna en einnig var hann kjörinn leikmaður leikmanna af liðsfélögum sínum.
Pétur er mikill liðsmaður með stórt Gróttuhjarta. Hann æfir af krafti og hugsar vel um sig utan vallar. Fyrirmyndarleikmaður í einu og öllu. Pétur var einnig valinn íþróttamaður Gróttu 2019.
Íþróttakona Seltjarnarnes
Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016.
Continue readingJólakortasamkeppni Gróttu 2019
Árlega er haldin jólakortasamkeppni um gerð jólakort fyrir félagið þar sem viðfangsefnið er jólin og íþróttafélagið Grótta.
Continue readingFundarbókanir á einum stað
Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem hafa verið bókaðir í gegnum skrifstofuna að undanförnu eru komnir í dagatalið.
Continue readingGunnlaugur Jónsson ráðinn til Gróttu
Íþróttafélagið Grótta hefur gengið frá ráðningu Gunnlaugs Jónssonar í stöðu íþrótta- og verkefnastjóra á skrifstofu félagsins.
Continue readingGrótta og Sideline í samstarf
Íþróttafélagið Grótta hefur samið við Sideline Sports um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins. Sideline hefur undanfarin ár verið leiðandi á markaði með hugbúnað fyrir íþróttastarf og leikgreiningar.
Continue reading