Emma Havin til liðs við Gróttu

Hornamaðurinn Emma Havin Sardarsdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Gróttu næstu tvö keppnistímabil. Emma er 26 ára gömul og er uppalinn Akureyringur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Á sínum yngri árum átti Emma fast sæti í landsliðum HSÍ. Á síðasta keppnistímabili skoraði hún 89 mörk í 22 leikjum í Olís deild kvenna.

Continue reading

Gróttuleiðin kynnt

Vel var mætt á kynningu knattspyrnudeildar á Gróttuleiðinni, nýrri handbók sem fjallar um starf deildarinnar frá margvíslegum hliðum, í hátíðarsal Gróttu á þriðjudaginn.

Continue reading

Þrír ungir og efnilegir semja við Gróttu

Á dögunum skrifuðu þrír ungir og efnilegir handboltamenn undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Það voru þeir Gísli Gunnarsson, Hannes Grimm og Jóhann Kaldal Jóhannsson. Drengirnir þrír eru allir enn gjaldgengir í 3. flokk. Allir hafa þessir drengir leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

Continue reading

Lárus Gunnarsson framlengir

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.

Continue reading

Þráin Orri Jónsson framlengir

Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.

Continue reading