Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Fjórar stelpur frá okkur eru valdar í hópinn en það eru þær Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir. Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn.
Halda áfram að lesaFjórir valdir í U15 ára landslið karla
Á dögunum var valið í U15 ára landslið karla og eigum við fjóra flotta fulltrúa í þeim hópi. Það eru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Hannes Pétur Hauksson og Hrafn Ingi Jóhannsson.
Halda áfram að lesaAndri Helga gerir tveggja ára samning
Andri Þór Helgason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Andra Þór þarft vart að kynna fyrir Gróttufólki eða öðru handboltaáhugafólki en hann hefur verið einn albesti vinstri hornamaður Olísdeikdarinnar undanfarin ár. Andri er jafnframt fyrirliði Gróttuliðsins.
Halda áfram að lesaKatrín Anna semur til tveggja ára
Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur samið til tveggja ára við Handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Anna er fædd árið 2004 og lék í vetur sitt annað tímabil með meistaraflokki.
Halda áfram að lesaSatoru Goto heldur heim
Í lok maí kvaddi Satoru Goto okkur þegar hann flaug aftur heim til Japans eftir tíu mánaða veru hér á Íslandi. Goto kom til landsins undir lok júlí mánaðar í miðjum heimsfaraldri eftir að hafa verið hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi árinu áður.
Halda áfram að lesaKatrín Anna og Katrín Helga valdar í unglingalandsliðið
Á dögunum var valið í U17 og U19 ára landslið kvenna í handbolta. Tvær Gróttustelpur voru valdar í þessa hópa; þær Katrín Anna Ásmundsdóttir í U17 ára landsliðið og Katrín Helga Sigurbergsdóttir í U19 ára landsliðið.
Halda áfram að lesaVerðlaunahafar á lokahófi
Lokahóf meistaraflokka Gróttu í handknattleik fór fram á föstudagskvöld í Hátíðarsal Gróttu. Að venju voru þeir leikmenn sem sköruðu fram úr í vetur verðlaunaðir.
Halda áfram að lesaLokaleikur Gróttu í Olísdeildinni – frítt inn
Lokaleikur meistaraflokks karla í Olísdeildinni í vetur fer fram á morgun, fimmtudag kl. 19:30. Frítt verður á leikinn í boði Hertz. Andstæðingarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Selfoss.
Strákarnir okkar hafa sýnt frábæra frammistöðu í vetur í Olísdeildinni og eiga skilið góðan stuðning í lokaleik vetrarins. Ljóst er að liðið mun enda í 10.sæti deildarinnar sem þýðir að liðið leikur áfram í Olísdeildinni næsta vetur, eitthvað sem fáar spár bjuggust við þegar mótið fór af stað. Þjálfarateymið Arnar Daði Arnarsson og Maksim Akbachev hafa unnið gríðarleg afrek að koma Gróttu aftur á stall með bestu liðum landsins. Leikmennirnir hafa lagt á sig gríðarmikla vinnu á sig á þessum skrítna vetri.
Mætum öll og styðjum strákana.
Grótta – Selfoss
kl. 19:30
Hertz-höllin
Áfram Grótta !
Andri snýr aftur heim
Handknattleiksdeild Gróttu hefur ráðið Andra Sigfússon sem verkefnastjóra deildarinnar auk þess sem Andri tekur að sér þjálfun yngri flokka hjá Gróttu.
Andra þarf vart að kynna fyrir Gróttufólki. Hann er uppalinn hjá félaginu og lék upp alla yngri flokka með Gróttu auk þess sem hann lék með meistaraflokki til ársins 2009. Hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur starfað sem þjálfari hjá deildinni frá árinu 2002. Undanfarin ár hefur Andri verið yfirþjálfari hjá Fjölni. Andri er silfurmerkjahafi Gróttu og var íþróttastjóri félagsins árin 2008 til 2012 .
Andri mun taka að sér þjálfun 6. flokks karla og 4. flokks karla.
Það ríkir mikil ánægja innan handknattleiksdeildar Gróttu að fá Andra aftur heim.
Velkominn Andri!
Íþróttaæfingar hefjast að nýju
Þau gleðitíðindi bárust í gær að boðaðar voru rýmri samkomutakmarkanir. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Þetta þýðir að íþróttaæfingar mega hefjast án takmarkana og íþróttakeppni er leyfð með 100 áhorfendum.
Allar æfingar hefjast samkvæmt tímatöflum á morgun fimmtudaginn 15. apríl. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með á Sportabler.
Áfram biðjum við iðkendur, þjálfara og aðra þá sem erindi kunna að eiga í íþróttamannvirkin okkar að mæta ekki finni þeir fyrir minnstu einkennum veikinda.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í íþróttamannvirkin.
Við hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar aftur á morgun.