Ungar og efnilegar framlengja við Gróttu

Um daginn skrifuðu Rut Bernódusdóttir og Valgerður Helga Ísaksdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.

Það er mikið ánægju efni fyrir deildina þegar uppaldir leikmenn framlengja samninga sína við félagið. Rut og Valgerður eru enn gjaldgengar í 3.flokk félagsins og má búast við miklu af þeim á næstu tveimur árum en þeim er ætlað stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna.

Á myndinni má sjá Davíð Örn annan þjálfara liðsins handsala samninginn

6.flokkur kvenna fékk silfur

Yngra árið í 6.flokki kvenna spilaði á síðasta mótinu sínu í vetur um helgina upp í Valsheimili.

Grótta 1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti á Íslandsmótinu eftir veturinn og Grótta 2 í 14.sæti. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.

Flottar og efnilegar Gróttustelpur sem hafa staðið sig vel í vetur.