14 leikmenn Gróttu boðaðir á landsliðsæfingar á dögunum

Níu drengir voru boðaðir á landsliðsæfingar hjá fjórum landsliðum og fimm stúlkur hjá tveimur landsliðum. Ólafur Brim Stefánsson leikmaður meistaraflokks karla var valinn í æfingahóp hjá U-21 landsliðshópnum en þær æfingar féllu niður sökum þess að verkefni U-21 árs landsliðsins sem framundan var í sumar hefur verið aflýst sökum heimsfaraldurs. Ari Pétur Eiríksson leikmaður 3.flokks og meistaraflokks æfði með U-19 ára landsliðinu. Þrír leikmenn æfðu með U-17 ára liðinu, þeir Birgir Örn Arnarsson, Gabríel Örtenblad Bergmann og Hilmir Örn Nielsen en tveir síðar nefndu eru leikmenn í 4.flokki. Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Hannes Pétur Hauksson og Hrafn Ingi Jóhannson æfðu með U-15 ára landsliðinu allir eru þeir á yngri ári í 4.flokki.

Um komandi helgi munu þær, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir, Katrín Helga Sigurbergsdóttir og Patricia Dúa Thompson æfa með U-21 landsliðinu og á meðan munu þær Katrín Anna Ásmundsdóttir og Joanna Marianova Siarova æfa með U-17 ára landsliðinu. Allar eru þær í meistaraflokki Gróttu auk þess að leika með yngri flokkum félagsins.