Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.
Vegna þessa er ljóst að það mun verða röskun á þjónustu í íþróttahúsi Gróttu sem og gervigrasvelli þann daginn.
Kári Garðarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Gróttu.
Kári Garðarsson framkvæmdastjóri Gróttu hefur látið af störfum. Kári hefur komið víða við í störfum félagsins í gegnum tíðina bæði sem þjálfari hjá handboltadeild og sem starfsmaður aðalstjórnar Gróttu. Sem þjálfari má helst nefna að Kári leiddi meistaraflokk kvenna til tveggja íslandsmeistaratitla, eins bikarmeistaratitils og eins deildarmeistaratitils.
Halda áfram að lesaNýr þjónustusamningur undirritaður
Grótta og Seltjarnarnesbær undirrituðu í gærkvöldi nýjan þjónustusamning. Undirritunin fór fram í hálfleik á sigurleik Gróttu gegn ÍBV í Olís deild karla. Meginmarkmið samningsins er að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf á Seltjarnarnesi. Með nýjum þjónustusamningi hækkar fjárframlag Seltjarnarnesbæjar til Gróttu sem kemur sér vel í rekstri félagsins.
Halda áfram að lesaAnna Úrsúla nýr verkefnastjóri Gróttu
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á skrifstofu Íþróttafélagsins Gróttu. Anna er Gróttufólki að góðu kunn enda uppalinn innan raða félagsins sem iðkandi hjá handknattleiksdeild. Hún var fyrirliði meistaraflokks þegar liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari árið 2015 og fylgdi því eftir með Íslandsmeistaratitli ári seinna.
Halda áfram að lesaNýtt sundtímabil byrjað hjá KR
Ný æfingatafla Sunddeildar KR er komin á vefsíðu KR og opnað hefur verið fyrir skráningar. KR hvetur alla til að koma og prófa æfingar og taka þátt í metnaðarfullu íþróttastarfi með reynslumiklu þjálfarateymi.
Halda áfram að lesaAfreksskóli Gróttu
Afreksskóli Gróttu er hafinn. Skólinn markar upphaf nýs keppnistímabils og því frábært samhliða hefðbundnum æfingum og áður en þær hefjast.
Skólinn er fyrir unglinga f. 2008-2011 og verður afrekshugsun höfð að leiðarljósi á æfingunum.
Æfingatímarnir eru 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Þá viku sem frídagur verslunarmanna kemur upp á mánudegi verður sú æfing færð á föstudaginn 11.ágúst kl. 12:00-13:30.
Nánari upplýsingar: https://grotta.is/sumar-2023/
Skráning hérna: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti
Þjónustukönnun Gróttu 2023
Þetta er sjötta árið í röð sem íþróttafélagið Grótta gerir þjónustukönnun meðal foreldra og forráðamanna iðkenda sinna.
Halda áfram að lesaJÁVERK og Grótta gera með sér samstarfssamning!
Íþróttafélagið Grótta og JÁVERK hafa gert með sér samstarfssamning þar sem JÁVERK verður einn af aðalbakhjörlum félagsins til ársins 2026. JÁVERK er öflugt verktakafyrirtæki sem einblínir á traustan og ábyrgan rekstur.
Halda áfram að lesaGulli íþróttastjóri kveður Gróttu og snýr sér að öðrum verkefnum
Gunnlaugur Jónsson eða Gulli eins og hann er jafnan kallaður lét af störfum hjá Íþróttafélaginu Gróttu í lok síðustu viku. Gulli kom til starfa sem íþrótta- og verkefnastjóri félagsins haustið 2019.
Halda áfram að lesaMiðasala á Verbúðarballið hafin
Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.
Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA
Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023
Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.
ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið