Framkvæmdir við byggingu og endurbætur íþróttamiðstöðvar ganga vel eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í dag.
Halda áfram að lesaÍ ljósi #meetoo umræðunnar
Undanfarnar vikur og mánuði hefur farið fram mikil umræðu í tengslum við #meetoo byltinguna á öllum stigum samfélagsins, nú síðast meðal íþróttakvenna. Íþróttafélagið Grótta tekur umræðuna mjög alvarlega enda er ljóst að alltof víða er pottur brotinn í viðhorfi og hegðun gagnvart konum innan íþróttahreyfingarinnar.
Halda áfram að lesaFramkvæmdir hefjast – nýr inngangur að íþróttamiðstöð
Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.
Halda áfram að lesaSex fengu bronsmerki Gróttu
Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.
Halda áfram að lesaSóley Guðmundsdóttir íþróttamaður æskunnar 2017
Íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu var kjörinn í kvöld og varð fimleikakonan Sóley Guðmundsdóttir fyrir valinu.
Halda áfram að lesaLovísa Thompson íþróttamaður Gróttu 2017
Handknattleiksdkonan Lovísa Thompson var í kvöld valin íþróttamaður Gróttu við hátíðlega athöfn.
Halda áfram að lesaSala á Gróttuvörum flyst í Errea búðina
Frá og með deginum í dag, mánudeginum 25. september mun Gróttubúðin á 2. hæð íþróttahússins sem allflest Gróttufólk þekkir loka. Ákveðið hefur verið að Gróttuföt sem allajafna hafa verið seld hjá Gróttu verði framvegis til sölu í Errea búðinni að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi.
Halda áfram að lesaAfmælistreyjur Gróttu til sölu
Í tilefni af 50 ára afmæli Gróttu var ákveðið að meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta og fótbolta myndu leika í sérstökum afmælisbúningum á afmælisárinu. Búningarnir eru hvítir og bláir en upprunalegir búningar Gróttu voru einmitt með þeim litum.
Halda áfram að lesaGrótta á afmæli og öllum er boðið!
Í dag, mánudaginn 24. apríl, á íþróttafélagið Grótta 50 ára afmæli og ætlar að halda uppá það í marga daga.
Halda áfram að lesaLjóminn færir Gróttu veglega peningagjöf
Á dögunum færðu nokkrir ungir Gróttumenn félaginu styrk að fjárhæð ein milljón króna. Það var Lífsnautnafélagið Leifur sem færði félaginu þetta fjármagn en hópurinn samanstendur að mestu af drengjum af Seltjarnarnesi sem stunduðu íþróttir í Gróttu á árum áður. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi hópur færir Gróttu veglega peningagjöf.
Halda áfram að lesa