Í ljósi #meetoo umræðunnar

Undanfarnar vikur og mánuði hefur farið fram mikil umræðu í tengslum við #meetoo byltinguna á öllum stigum samfélagsins, nú síðast meðal íþróttakvenna. Íþróttafélagið Grótta tekur umræðuna mjög alvarlega enda er ljóst að alltof víða er pottur brotinn í viðhorfi og hegðun gagnvart konum innan íþróttahreyfingarinnar.

Halda áfram að lesa

Framkvæmdir hefjast – nýr inngangur að íþróttamiðstöð

Nú eru að hefjast framkvæmdir við stækkun íþróttamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og er það byggingarfyrirtækið Munck Íslandi ehf. sem er framkvæmdaraðili. Á framkvæmdartíma má búast við einhverju raski á þeirri starfssemi sem fram fer í húsinu. Núverandi inngangi inn í íþróttamiðstöðina hefur verið lokað.

Halda áfram að lesa

Sex fengu bronsmerki Gróttu

Á kjöri íþróttamanns Gróttu sl. fimmtudag voru starfsmerki Gróttu afhent. Merkin fá þeir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir félagið um árabil. Að þessu sinni fengu sex einstaklingar bronsmerki félagsins.

Halda áfram að lesa