6. og 7. flokkur karla hélt til Sauðárkróks 10.-12. ágúst á Króksmótið. Grótta sendi til leiks 12 lið, sex úr hvorum flokki, svo það var nóg að gera hjá Gróttu fyrir norðan. Sjö stelpur fóru með úr 6. flokki, og eitt lið hjá 6. flokki var einungis skipað stelpum.
Halda áfram að lesaKatrín Helga Sigurbergsdóttir skrifar undir samning við Gróttu
Hin unga og efnilega Gróttu stelpa Katrín Helga Sigurbergsdóttir hefur skrifað undir 2ja ára samning við Gróttu og leikur því með liðinu í Grill66 deildinni á komandi tímabili.
Halda áfram að lesa2.sætið á Norðlenska Greifamótinu
Meistaraflokkur karla í handbolta stóð í ströngu um helgina þar sem þeir tóku þátt í Norðlenska Greifamótinu á Akureyri. Mótið sem er æfingarmót er stór hluti af undirbúningi liðsins fyrir Olís deildina sem hefst 9.september n.k.
Halda áfram að lesa4. flokkur karla á Vildbjerg Cup í Danmörku
4. flokkur karla fór dagana 31. ágúst – 7 júlí til Danmerkur á Vildbjerg Cup. Keppt var í blíðskaparveðri við góðar aðstæður á einu stærsta móti Norðurlandanna, en yfir 10.000 keppendur voru skráðir á mótið.
Halda áfram að lesaErrea og Grótta framlengja samning sinn
Fyrir glæsilegan sigurleik meistaraflokks karla í knattspyrnu á Vestra var samningur Gróttu við Errea framlengdur til næstu fjögurra ára. Þetta þýðir að allir iðkendur fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar klæðast áfram búningum frá Errea næstu árin.
Halda áfram að lesaMargrét Rán að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki
Margrét Rán, leikmaður 3. flokks, spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmóti með meistaraflokki í kvöld, í 5-0 sigri Gróttu á Hvíta Riddaranum! Margrét kom inná á 62’ mínútu og sýndi Mosfellingum í tvo heimana.
Halda áfram að lesaFjöldamet slegið í Knattspyrnuskóla Gróttu
Knattspyrnuskóli Gróttu hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár. Iðkendur í skólanum eru bæði krakkar sem hafa æft lengi og einnig krakkar sem eru að prófa fótbolta í fyrsta skipti, og lögð er áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.
Halda áfram að lesaPétur Theódór valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla
Pétur Theódór, leikmaður meistaraflokks karla, var valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla. Pétur skoraði 2 mörk í 3-2 sigri á Vestra síðasta þriðjudag.
Halda áfram að lesaMeistaraflokkur karla með mikilvægan sigur í toppbaráttunni
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vivaldivellinum í kvöld þegar meistaraflokkur karla sigraði Vestra 3-2 í toppslag 2. deildar!
Halda áfram að lesa4. flokkur kvenna á Danacup í júlí
Þann 22. júlí hélt 4. flokkur kvenna til Danmerkur til þess að taka þátt í fjölmennasta móti sem haldið er í Evrópu. Galvaskir 32 leikmenn flugu út til Billund ásamt þjálfurum og farastjórum. Þaðan var svo farið með rútu til Hjorring þar sem mótið er haldið. Því má segja að þetta hafi verið dá gott ferðalag þennan daginn.
Halda áfram að lesa