Dida til Benfica

Ana Lúcia Dida, markvörður Gróttu, hefur gengið til liðs við portúgalska stórliðið Benfica. Dida hefur heillað Gróttufólk í sumar með frammistöðu sinni og jákvæðu viðmóti utan vallar. Grótta kveður Didu með söknuði en fagnar um leið því frábæra tækifæri sem hún fær nú hjá Benfica.

Halda áfram að lesa

Ungar og efnilegar framlengja við Gróttu

Um daginn skrifuðu Rut Bernódusdóttir og Valgerður Helga Ísaksdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.

Það er mikið ánægju efni fyrir deildina þegar uppaldir leikmenn framlengja samninga sína við félagið. Rut og Valgerður eru enn gjaldgengar í 3.flokk félagsins og má búast við miklu af þeim á næstu tveimur árum en þeim er ætlað stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna.

Á myndinni má sjá Davíð Örn annan þjálfara liðsins handsala samninginn

Grímur og Hákon valdir í U16 og U18

Þeir Grímur Ingi Jakobsson og Hákon Rafn Valdimarsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U16 og U18. Grímur Ingi er í hóp U16 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1.-3. mars og Hákon Rafn er í hóp U18 sem tekur þátt í úrtaksæfingum helgina 1-2. mars.

Grímur Ingi er á eldra ári í 3. flokki en æfir aðallega með 2. flokki og meistaraflokki. Hákon Rafn er á miðju ári í 2. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum góðs gengis í verkefnunum sem eru framundan.