Stuð og stemning hjá 7.flokki karla

Mikið stuð og stemning var hjá strákunum í 7.flokki karla helgina 9. – 10.október síðastliðinn en þá léku strákarnir á sínu fyrsta móti í vetur. Mótið fór fram í Garðabænum hjá Stjörnunni.

Grótta tefldi fram hvorki fleiri né færri en 8 liðum á mótinu. Strákarnir stóðu sig vel og sáust mörg glæsileg tilþrif á báðum endum vallarins; varnarlega, hjá markmönnunum og sóknarlega. Strákarnir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér og gaman verður að sjá þá á næstu mótum.

7.flokkur karla æfir þrisvar sinnum í viku undir stjórn Hannesar Grimm þjálfara flokksins.

Fjör hjá 7.flokki kvenna

Helgina 9. -10. október kepptu stelpurnar í 7. flokki kvenna í Egilshöllinni í Grafarvogi. Þetta er fyrsta mót vetrarins hjá stelpunum og því fylgdi mikil tilhlökkun að keppa loksins á móti. Við í Gróttu tefldum fram þremur liðum og spiluðu þau öll fjóra leiki. Stelpurnar stóðu sig vel og hlakka til að bæta sig enn frekar fyrir næsta mót.

Þjálfarar 7.flokks kvenna eru Andrea Rut Eiríksdóttir og Ari Pétur Eiríksson.

Árskortin komin í sölu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur hafið sölu á árskortum vetrarins Boðið er upp á fimm mismunandi gerðir af árskortum sem henta fjölbreyttum hópi áhorfenda. Athygli er vakin á að miðaverð á leiki í vetur er 2000 kr. Sala á heimaleikjakortum er stór fjáröflunarþáttur í starfi félagsins.

Halda áfram að lesa

Strákar í Reykjavíkurúrvalinu

Um helgina fór fram Reykjavíkurúrvalsæfingar hjá strákum fæddum 2006. Boðaðir voru 28 strákar úr Reykjavíkurfélögunum og fóru æfingarnar fram í Víkinni og í Valsheimilinu.

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir sterkt alþjóðlegt mót í Ungverjalandi í janúar 2022 þar sem Reykjavík hefur verið boðin þátttaka.

8 strákar úr Gróttu/KR voru boðaðir á æfingarnar. Þeir stóðu sig vel um helgina og vonandi fá þeir áframhaldandi möguleika á æfingum með hópnum. Þetta voru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Bessi Teitsson, Flóki Hákonarson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson, Hrafn Ingi Jóhannsson og Viðar Sigurjón Helgason.

Handboltaæfingar að hefjast

Á mánudaginn, 23.ágúst, hefjast handboltaæfingar hjá öllum flokkum í Gróttu. Við hvetjum alla krakka til að koma á æfingar strax frá upphafi. Við vonumst til að sjá alla iðkendurna frá því í fyrra og þeir krakkar sem vilja koma og prófa eru sérstaklega boðin velkomin. Frítt er að prófa handboltaæfingar í ágúst. Þjálfarar taka vel a´móti krökkunum.

Búið er að opna fyrir skráningar í Sportabler.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Maksim yfirþjálfara á netfangið maksim@grotta.is eða handbolti@grotta.is.

Áfram Grótta !

Silfur hjá Katrínu Önnu og U17 ára landsliðinu

U17 ára landslið kvenna hefur lokið þátttöku sinni í B-keppni Evrópumótsins sem fór fram í Klaipeda í Litháen seinustu daga. Liðið lék til úrslita í gær gegn Norður-Makedóníu eftir að hafa unnið frábæran sigur á Spáni á laugardaginn í undanúrslitum.

Úrslitaleikurinn gegn Norður-Makedóníu var jafn og skemmtilegur en það voru Norður-Makedónar sem voru sterkari að lokum og unnu nauman eins margs sigur, 26-27. Íslenska liðið með Katrínu Önnu Ásmundsdóttur innanborð þurfti þess vegna að sætta sig við silfur að þessu sinnu.

Katrín Anna getur verið stolt af sinni frammistöðu í mótinu en hún var næstmarkahæst í báðum leikjunum um helgina gegn Spáni og Norður-Makedóníu. Samtals skoraði Katrín Anna 18 mörk í mótinu og var með góða færanýtingu.

#grottahandbolti#breytumleiknum#handbolti

Akimasa Abe í Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við Japanann Akimasa Abe um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Abe er 24 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 185 cm á hæð og er rétthent skytta.


Grótta var með Saturo Goto á láni í fyrra en hann kom einmitt frá sama félagi, Wakunaga Leolic. Það er ánægjulegt að gott samstarf Gróttu og Wakunaga haldi áfram.


„Við bindum vonir við að Abe muni styrkja leikmannahópinn okkar í vetur og smellipassi inn í æfingakúltúrinn okkar. Saturo Goto hafði góð áhrif á Gróttuliðið í fyrra og við vonum að sama verði uppi á teningnum með Abe“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu þegar samningurinn var í höfn.


Velkominn í Gróttu, Akimasa Abe !

Þrír í U15 ára landsliðinu

Um helgina átti landsliðsæfingar U15 ára landsliðsins að fara fram en þeim var frestað vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Við áttum þrjá flotta fulltrúa í hópnum. Það voru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano og Hannes Pétur Hauksson. Við óskum okkar strákum til hamingju með valið og vonum að liðið geti æft í lok mánaðarins.

Þjálfarar U15 ára landsliðsins eru þeir Guðlaugur Arnarsson og Heimir Örn Árnason.

Fjórar stelpur í U14 ára landsliðinu

Um helgina áttu að fara fram æfingar hjá U14 ára landsliði kvenna en vegna fjölgunar smita var ákveðið að slá þeim á frest. Fjórar stelpur frá okkur voru valdar í hópinn en það voru þær Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir.

Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn sem voru einnig valdar til þátttöku í landsliðinu fyrr í sumar.

Við óskum stelpunum til hamingju með landsliðsvalið og velfarnaðar á æfingum helgarinnar. Landsliðsþjálfarar eru þeir Dagur Snær Steingrímsson og Guðmundur Helgi Pálsson.