Strákar í Reykjavíkurúrvalinu

Um helgina fór fram Reykjavíkurúrvalsæfingar hjá strákum fæddum 2006. Boðaðir voru 28 strákar úr Reykjavíkurfélögunum og fóru æfingarnar fram í Víkinni og í Valsheimilinu.

Æfingarnar eru undirbúningur fyrir sterkt alþjóðlegt mót í Ungverjalandi í janúar 2022 þar sem Reykjavík hefur verið boðin þátttaka.

8 strákar úr Gróttu/KR voru boðaðir á æfingarnar. Þeir stóðu sig vel um helgina og vonandi fá þeir áframhaldandi möguleika á æfingum með hópnum. Þetta voru þeir Alex Kári Þórhallsson, Antoine Óskar Pantano, Bessi Teitsson, Flóki Hákonarson, Gísli Örn Alfreðsson, Hannes Pétur Hauksson, Hrafn Ingi Jóhannsson og Viðar Sigurjón Helgason.