Fjör hjá 7.flokki kvenna

Helgina 9. -10. október kepptu stelpurnar í 7. flokki kvenna í Egilshöllinni í Grafarvogi. Þetta er fyrsta mót vetrarins hjá stelpunum og því fylgdi mikil tilhlökkun að keppa loksins á móti. Við í Gróttu tefldum fram þremur liðum og spiluðu þau öll fjóra leiki. Stelpurnar stóðu sig vel og hlakka til að bæta sig enn frekar fyrir næsta mót.

Þjálfarar 7.flokks kvenna eru Andrea Rut Eiríksdóttir og Ari Pétur Eiríksson.