Atli Steinn í Gróttu

Atli Steinn Arnarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Atli Steinn er tvítug skytta sem hefur leikið með FH undanfarin ár. Atli Steinn fór á lán til HK um stundar sakir á síðasta leiktímabili og skoraði 17 mörk í 5 leikjum. Þess fyrir utan skoraði hann 9 mörk með FH í Olísdeildinni. Atli Steinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og fer til Slóveníu á EM U20 ára landsliða í júlí.

„Atli Steinn er mjög efnileg skytta sem verður virkilega góð viðbót við Gróttuliðið. Hann er kraftmikill leikmaður sem nýtist okkur vel. Það verður gaman að vinna með honum“. sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu við undirritun samningsins.

Á myndinni má sjá Arnkel Bergmann Arnkelsson varaformann Handknattleiksdeildar Gróttu og Atla Stein handsala samninginn.

Velkominn í Gróttu, Atli Steinn !

Sæþór í Gróttu

Sæþór Atlason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Sæþór er tvítugur og er örvhentur hornamaður. Sæþór kemur frá Selfossi þar hann er uppalinn. Hann skoraði 27 mörk fyrir Selfyssinga í Olísdeildinni í vetur. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.

„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin.“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins þegar samningar voru í höfn.

Á myndinni má sjá Ólaf Finnbogason formann Handknattleiksdeildar Gróttu og Sæþór Atlason handsala samninginn.

Velkominn í Gróttu, Sæþór !

Katrín Anna framlengir

Örvhenti hornamaðurinn Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Katrín Anna hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 98 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Það eru frábær tíðindi að Katrín Anna verði áfram í herbúðum félagsins enda lykilleikmaður liðsins. Hún leikur á HM með U20 ára landslið kvenna síðar í mánuðnum. Þess fyrir utan var hún valin í æfingahóp A-landsliðs kvenna á vormánuðum.

Það eru gríðarleg ánægja með að Katrín Anna verði áfram í herbúðum Gróttu næstu árin enda liðið komið meðal bestu liða landsins í Olísdeild kvenna.

Aðalfundir Gróttu 2024

Aðalfundir deilda Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram miðvikudaginn 29. maí og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Þórs Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn deilda í pontu og fóru yfir starfið á árinu.

Þröstur Þór Guðmundsson var að klára sitt síðasta ár sem formaður og Karítas Kjartansdóttir hefur tekið við af honum. Kristinn Þorvaldsson og Ragnar Rafnsson voru í fyrra kosnir til tveggja ára en Svala Sigurðardóttir og Anna Bjög Erlingsdóttir hlutu endurkjör í stjórn aðalstjórnar.

Guðjón Rúnarsson hlaut endurkjör sem formaður fimleikadeildarinnar. Jóhanna Sigmundsdóttir og Fanney Magnúsdóttir hlutu einnig endurkjör í stjórn fimleikadeildar. Annars voru breytingar á stjórn fimleikadeildar þannig að Anna Dóra Ófeigsdóttir og Sölvi Sturluson hættu og eftirfarandi komu í þeirra stað: Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Birna Friðgeirsdóttir, Harpa Hlíf Bárðardóttir, Tinna Molphy, Tinna Rut Traustadóttir og Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir. María Björg Magnúsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hættu sem varamenn og í stað þeirra koma Guðni Steinarsson og Margrét Hauksdóttir.

Ingvi Arnar Sigurjónsson bættist við í stjórn knattspyrnudeildar en að öðru leiti voru ekki gerðar fleiri breytingar og stjórnin því núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Ingva Arnari Sigurjónssyni, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Ólafur Finnbogason heldur áfram sem formaður handknattleiksdeildarinnar og meðstjórnendur eru Andri Guðmundsson, Arnkell Bergmann Arnkelsson, Erla Gísladóttir, Harpa Guðfinnsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Viggó Kristjánsson.

Hulda Björk Halldórsdóttir hlaut endurkjör sem formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar og með henni áfram eru Arndís María Erlingsdóttir, Eva Björk Hlöðversdóttir, Sunna Stefánsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson. Guðrún Dóra Bjarnadóttir hættir og í hennar stað kemur Arnar Þorkelsson.

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir.

Leikjadagatal í júní

Sjáumst á vellinum í júní!

Hér má sjá dagskránna í júní og hvetjum við Gróttufólk að vista þessa mynd hjá sér og taka dagana frá. Gulmerktu dagarnir eru kvennaleikir og blámerktu eru karlaleikir 💙💛

ÁFRAM GRÓTTA!

Forskráning í fimleikadeild 2024-25

Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2024-25. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí. 

Greitt er 15.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.

Skráning fer fram hér:  https://www.abler.io/shop/grotta/fimleikar

Aðalfundir Gróttu – Breytt tímasetning

Því miður þarf að færa fyrirhugaða aðalfundi sem áttu á vera fimmtudaginn 16. maí til miðvikudagsins 29. maí vegna seinkunar á gerð ársskýrslu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30.

Kvennakvöld Gróttu 2024 – Miðasala er hafin!

Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

🥂 Fordrykkur frá kl. 18:00. 

💃 Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.

👌 Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní. 

🛍 Glæsilegt happdrætti!  

💃Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand. 

🎤“Gróttupabbinn” talar

🎸Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara. 

⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt. 

Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu

Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook

Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst grotta@grotta.is. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! 🥂🥳