2. flokkur kvenna lauk nýverið keppni í Íslandsmótinu og enduðu þær í 3. sæti mótsins.
Continue reading4. flokkur kvenna deildarmeistarar í A og B liðum
A og B lið 4. flokks kvenna náðu þeim glæsta árangri í ágúst að verða deildarmeistarar í bæði A og B liðum! A-liðið endaði í 1. sæti eftir að hafa unnið alla sína 12 leiki. Emelía Óskarsdóttir var markahæst í deildinni með 24 mörk, og á eftir henni er Ísabella Sara með 20 mörk, sem er KR megin í liðinu. B-liðið var einnig í 1. sæti með 34 stig eftir 14 leiki. Marín Jóhannsdóttir var þar markahæst með 19 mörk, en hún er KR megin. B-liðið innsiglaði sigurinn með 6-3 sigri gegn Selfoss/Ham/Æg/KFR á KR-vellinum í gær en A-liðið vann einnig sama lið 3-0 í gær.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og Bjössa og Íunni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Áfram Grótta/KR!
6. flokkur karla sigurvegarar á Króksmótinu
6. flokkur karla hélt til Sauðárkróks til að keppa á Króksmótinu 10.-11. ágúst og gerðu það heldur betur gott fyrir norðan.
Continue readingRúmlega 60 Gróttustelpur á Símamótinu
Rúmlega 60 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu helgina 12.-14. júlí, stærsta knattspyrnumóti landsins. 5. flokkur kvenna tefldi fram 3 liðum sem samanstóð af 27 stelpum, 6. flokkur kvenna var einnig með 3 lið en 17 stelpur og 7. flokkur kvenna var með 4 lið og 20 stelpur innanborðs.
Continue readingMalta GymStars mót
Sextán Gróttustelpur á aldrinum 10-18 ára eru staddar á Möltu þessa dagana. Um helgina kepptu þær á alþjóðlegu móti Malta GymStars International, 280 stelpur frá tíu löndum kepptu á mótinu.
Continue reading7. flokkur karla á Norðurálsmótinu
35 drengir frá 7. flokki Gróttu héldu á Norðurálsmótið á Akranesi föstudaginn 21. júní. Spilað var í þrjá daga og gistu strákarnir á Akranesi yfir helgina.
Continue reading6. flokkur karla á Orkumótinu í Eyjum
Eldra ár 6. flokks karla tók þátt í Orkumótinu í byrjun júlí. 19 hressir drengir í tveimur liðum ásamt þjálfurum og fjölskyldum héldu til Vestmannaeyja miðvikudaginn 3. júlí.
Continue reading6. flokkur kvenna á Landsbankamóti Tindastóls
6. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks til að keppa á Landsbankamóti Tindastóls s.l. helgi. 16 stelpur skelltu sér á Krókinn en spilað var bæði laugardag og sunnudag.
Continue reading7. flokkur kvenna á Greifamótinu á Akureyri
Stelpurnar í 7. flokki kvenna skelltu sér á Greifamótið á Akureyri um helgina! 4 lið fóru frá Gróttu, sem samanstóðu af 21 stelpu.
Continue readingÍslandsmótið byrjar vel hjá 4. flokki kvenna
4. flokkur kvenna hefur farið vel af stað í Íslandsmótinu í sumar, en flokkurinn er ansi fjölmennur. Stelpurnar tefla fram þremur liðum í Íslandsmótinu undir formerkjum Gróttu/KR.
Continue reading