Söguleg stund á Kópavogsvelli

Það var söguleg stund á Kópavogsvelli þann 14. júní þegar Grótta steig sín fyrstu skref í Pepsi Max deild karla. Staðan var 1-0 fyrir Blikum í hálfleik en lokatölur urðu 3-0. Strákarnir börðust til síðustu mínútu og voru manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Arnar Þór fékk að líta rauða spjaldið.
Stuðningsmennirnir lögðu sig alla fram við að halda stemningunni uppi í stúkunni sem er ekki síður mikilvægt. Gaman var að sjá hvað margt Gróttufólk lagði leið sína á völlinn til að styðja við bakið á strákunum í kvöld. Mætingin leggur góða línu fyrir sumarið!

Næsti leikur hjá drengjunum er á Vivaldivellinum á laugardaginn kl. 15:45 gegn Valsmönnum!
Áfram gakk 👊🏼💙

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Jóhann Reynir framlengir við Gróttu

Stórskyttan Jóhann Reynir Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeildina um 2 ár og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili. Jóhann sem verður 31 árs á árinu á að baki langan feril bæði hér heima og erlendis og hefur verið lykilmaður í Gróttu-liðinu undanfarin 2 keppnistímabil.

Continue reading

HSÍ aflýsir öllu mótahaldi – Karlaliðið upp í efstu deild!

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 vikna undirbúnings til að geta hafið leik.

Continue reading