Miðjumaðurinn knái Ingólfur Arnar Þorgeirsson hefur framlengt samning sinn við Gróttu til næstu 2ja ára og mun því leika með liðinu í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.
Continue readingDaníel og Jakob framlengja
Þeir Daníel Andri Valtýsson og Jakob Ingi Stefánsson hafa báðir framlengt samninga sína við Handknattleiksdeild Gróttu til næstu 2ja ára.
Continue readingAxel Sigurðarson í Gróttu
Sóknarmaðurinn Axel Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Axel spilaði mikilvægt hlutverk í Gróttuliðinu síðasta sumar en þá spilaði hann 13 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim þrjú mörk. Axel á að baki sér 47 meistaraflokks leiki en hann hefur einnig spilað með KR, HK og ÍR.
Það er mikið gleðiefni að Axel muni spila með Gróttu á komandi tímabili, enda öflugur sóknarmaður sem mikils er vænst af. Við bjóðum Axel hjartanlega velkominn aftur á Nesið!
Tinna Brá á leið til Ungverjalands með U17 ára landsliðinu
Tinna Brá Magnúsdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í milliriðli í Ungverjalandi 16.-25. mars.
Continue readingHákon valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn í úrtakshóp U19 ára landsliðsins sem æfir saman dagana 3.-5. mars
Continue readingSigný Ylfa gengin til liðs við Gróttu
Hin 18 ára gamla Signý Ylfa Sigurðardóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Signý spilar sem framherji en hún á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og nokkra Lengjubikar- og Reykjavíkurmótsleiki fyrir Val.
Við bjóðum Signýju velkoma á Nesið og hlökkum til að fylgjast með henni í bláu treyjunni í sumar.
Tinna Brá til Írlands með U17 ára landsliðinu
Efnilegi markmaðurinn Tinna Brá leggur land undir fót með U17 ára landsliðinu á morgun en ferðinni er heitið til Írlands 🇮🇪 U17 ára landslið kvenna spilar tvo vináttuleiki við Írland, á föstudag og sunnudag.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu Brá til hamingju með landsliðsvalið og góðs gengis í leikjunum! 👏🏼
Emma Steinsen í Gróttu
Hin 16 ára gamla Emma Steinsen Jónsdóttir er gengin til liðs við Gróttu frá Val á láni út tímabilið. Emma er efnilegur varnarmaður sem á 6 leiki með U16 ára landsliðinu og einn leik með U17. Gróttasport ræddi við Emmu og Magnús Örn þjálfara eftir æfingu í gærkvöldi:
Maggi:
„Það er frábært að fá Emmu í okkar raðir. Hún er öflugur varnarmaður og auk þess flottur karakter og mikil keppnismanneskja. Hún hefur staðið sig vel á æfingum og smellpassar inn í hópinn“.
Emma:
„Ég er mjög ánægð með að vera komin og hlakka til að spila með Gróttu á tímabilinu. Mér leist strax vel á aðstæður og stelpurnar hafa tekið mér mjög vel. Þjálfunin hjá Gróttu er góð og ég er viss um að ég geti bætt mig hérna.“
Þrír ungir og efnilegir leikmenn Gróttu skrifa undir
Þrír ungir og efnilegir Gróttumenn skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið í vikunni. Um er að ræða þá Daða Má Patrek Jóhannsson, Kjartan Kára Halldórsson og Grím Inga Jakobsson. Daði Már er fæddur árið 2001 en Kjartan og Grímur eru fæddir 2003. Þeir Daði og Kjartan hafa æft með Gróttu frá 5 ára aldri en Grímur skipti yfir í Gróttu úr Val þegar hann flutti á Nesið fyrir fimm árum. Þremenningarnir eru allir lykilleikmenn í 2. flokki og hafa æft með meistaraflokki síðustu misseri. Þeir Kjartan og Grímur hafa ennfremur verið viðloðandi U16 og U17 ára landsliðin en Kjartan hefur spilað sex landsleiki og Grímur fjórtán.
Það er mikið gleðiefni fyrir Gróttu að hafa skrifað undir við þessa frambærilegu drengi sem munu vonandi vinna sig enn betur inn í meistaraflokkinn á árinu.
Ágúst og Bjarki gengnir til liðs við Gróttu
Þeir Ágúst Freyr Hallsson og Bjarki Leósson eru gengnir til liðs við Gróttu og skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið nú á dögunum.
Continue reading