Meistaraflokkur kvenna hóf formlega fótboltasumarið með 7-0 sigri á Leikni R. í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld!
Continue reading3. flokkur karla áfram í bikar eftir 9-1 sigur gegn ÍBV
3. flokkur karla hélt til Vestmannaeyja snemma á laugardaginn og keppti við ÍBV í bikarnum. Leikurinn endaði 9-1 fyrir Gróttu og því þrjú stig tekin með heim í Herjólf. Halldór Orri skoraði fjögur mörk, Ingi Hrafn tvö og Ómar, Eðvald og Hannes voru allir með eitt mark hvor. Glæsilegur sigur hjá strákunum.
A-lið 5. flokks kvenna unnu B-deild Faxaflóamótsins
A-lið 5. flokks kvenna eru sigurvegarar B-deild Faxaflóamótsins með fullt hús stiga 👏🏼🏅Stelpurnar sigruðu sjö leiki af sjö í mótinu og skoruðu í þeim 33 mörk. Þær innsigluðu titillinn í Grindavík í dag.
B-liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli eftir 3 sigra og 3 töp. C-liðið er á toppi síns riðils en önnur lið eiga leiki til góða svo það á eftir að koma í ljós hvar stelpurnar enda.
Meistaraflokkur karla áfram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins
Meistaraflokkur karla sigraði KFR 10-0 í annarri umferð Mjólkurbikarsins fyrr í dag 👏🏼 Pétur Theódór hélt uppteknum hætti og skoraði fjögur mörk í leiknum, Óliver Dagur skoraði tvennu og Axel Sigurðsson, Kristófer Orri, Björn Axel og Grímur Ingi skoruðu allir eitt mark. Strákarnir eru því komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Grótta mætir Fylki 1. maí kl. 14:00 en leikurinn fer fram í Árbæ. Áfram Grótta!
Meistaraflokkur áfram í aðra umferð Mjólkurbikarsins eftir 8-2 sigur á Álftanesi
Meistaraflokkur karla hóf fótboltasumarið skemmtilega á Vivaldivellinum fyrr í kvöld með 8-2 sigri á Álftanesi í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins.
Continue readingMeistaraflokkur karla í æfingaferð á Spáni
Meistaraflokkur karla hélt til Jerez á Spáni í æfingaferð þann 28. mars s.l. og dvaldi liðið þar í viku ásamt þjálfurum, sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara.
Continue readingMeistaraflokkur kvenna með flottan sigur á Aftureldingu
Meistaraflokkur kvenna sigraði Aftureldingu í æsispennandi markaleik í gærkvöldi.
Continue readingÍslandsbankamót Gróttu haldið í annað sinn
Um 470 stelpur lögðu leið sína á Vivaldivöllinn sunnudaginn 24. mars og tóku þátt í Íslandsbankamóti Gróttu.
Continue readingGróttumót 6. og 7. flokks karla haldin annað árið í röð
Gróttumótið var haldið sunnudagana 3. og 17. mars, annað árið í röð, í blíðviðri á Vivaldivellinum. 6. flokkar karla frá Gróttu, ÍR, ÍA, Álftanesi, Leiknir R. og Víkingi og 7. flokkar Gróttu, Víking, ÍR, Álftanesi, Val, Fram, ÍA og HFF mættu til leiks og gekk mótið eins og í sögu.
Continue readingFimm úr 3. flokki í landsliðsverkefnum
Landsliðsþjálfarar hafa nú valið hóp U16 karla sem tekur þátt æfingamótinu UEFA Development Tournament í Króatíu ásamt úrtakshóp U15 kvenna.
Continue reading