6. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks til að keppa á Landsbankamóti Tindastóls s.l. helgi. 16 stelpur skelltu sér á Krókinn en spilað var bæði laugardag og sunnudag.
Continue readingGrímur Ingi og Kjartan Kári á úrtaksæfingum með U16 og Orri Steinn með U15
Orri Steinn Óskarsson var valinn á úrtaksæfingar fyrir U15 karla en æfingarnar eru dagana 24.-28. júní á Akranesi. Grímur Ingi og Kjartan Kári voru síðan valdnir á úrtaksæfingar með U16 karla, en þær æfingar fara fram 4.-6. júlí undir stjórn Davíðs Orra Jónassonar á Laugardalsvelli.
Continue readingTinna Brá á leið til Víetnam með U15 ára landsliðinu
Gróttukonan Tinna Brá Magnúsdóttir er í hóp U15 kvenna sem tekur þátt í WU15 Development Tournament í Hanoi, Víetnam, dagana 29. ágúst-7. september. Til hamingju Tinna Brá!
Continue reading7. flokkur kvenna á Greifamótinu á Akureyri
Stelpurnar í 7. flokki kvenna skelltu sér á Greifamótið á Akureyri um helgina! 4 lið fóru frá Gróttu, sem samanstóðu af 21 stelpu.
Continue readingMeistaraflokkur kvenna í æfingaferð í Bosön
Meistaraflokkur kvenna hélt til Bosön í Svíþjóð í æfingaferð dagana 5. 10. júní. 20 leikmenn, einn liðsstjóri og þrír þjálfarar héldu í ferðina snemma á miðvikudagsmorgni. Í Bosön beið hópnum frábær aðstaða, gervigrasvöllur, styrktarsalur, fjölbreytt og hollt fæði og skemmtileg kojustemning. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og kannski full heitt fyrir suma, að minnsta kosti á meðan æfingum stóð.
Hópurinn nýtti tímann vel og æfði sjö sinnum á fimm dögum, fór og fylgdist með Svíþjóð – Malta, spókaði sig um í miðbæ Stokkhólms og liðsfundirnir voru einnig ófáir. Ferðin gekk vel í alla staði og er hópurinn enn tilbúnari í átök sumarsins, þéttari sem nokkru sinni fyrr.
Íslandsmótið byrjar vel hjá 4. flokki kvenna
4. flokkur kvenna hefur farið vel af stað í Íslandsmótinu í sumar, en flokkurinn er ansi fjölmennur. Stelpurnar tefla fram þremur liðum í Íslandsmótinu undir formerkjum Gróttu/KR.
Continue reading3. flokkur kvenna komnar áfram í 8-liða úrslit í bikar!
3. flokkur kvenna eru komnar áfram í 8-liða úrslit í bikarnum eftir glæsilegan sigur gegn Breiðablik í kvöld
Continue reading5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum
Um síðustu helgi tók 5. flokkur kvenna þátt í TM-mótinu í Vestmannaeyjum, betur þekkt sem Pæjumótið. Grótta tefldi fram fjórum liðum og var þetta því stærsti hópur frá félaginu hefur sent á mótið. Öll fjögur liðin átti góða spretti.
Continue readingViðtal við meistaraflokks þjálfara knattspyrnudeildarinnar
Það er mikið líf á Vivaldivellinum þegar blaðamann Nesfrétta ber að garði á fallegu síðdegi í maí. Örugglega um 60 börn og unglingar að æfa á iðagrænu gervigrasinu. Við höfum mælt okkur mót við þjálfara meistaraflokka Gróttu í knattspyrnu, þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason sem þjálfa karlaliðið og Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson sem þjálfa kvennaliðið.
Continue readingSex stiga helgi hjá meistaraflokkunum
Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu bæði um helgina og nældu sér í þrjú stig hvort.
Continue reading