6. flokkur karla hélt til Keflavíkur á laugardaginn að spila á fyrsta móti vetrarins. Grótta var með fimm lið á mótinu og þrjú þeirra unnu bikar! Hér má sjá eitt af sigurliðunum, þá Styrmi, Andra, Gumma, Magnús og Tryggva.
Kjartan Kári og Grímur Ingi á U17 ára úrtaksæfingar
Kjartan Kári og Grímur Ingi hafa verið valdir á úrtaksæfingar U17 ára landsliðsins sem fara fram 25.-27. nóvember.
Continue reading7. flokkur karla og kvenna á Krónumóti HK
7. flokkar Gróttu skemmtu sér vel á Krónumóti HK helgina 16.-17. nóvember. 7. flokkur karla spilaði í Kórnum á laugardeginum og tefldu drengirnir fram sjö liðum en stelpurnar spiluðu í fimm liðum á sunnudeginum.
Þetta var fyrsta vetrarmótið hjá flokkunum og því mikil tilhlökkun sem stóðst allar væntingar. Sigrar, töp en umfram allt mikil stemning.
Nítján leikmenn framlengja samninga sína við Gróttu
Íþróttafélagið Grótta hefur framlengt samninga sína við nítján leikmenn liðsins út tímabilið 2021. Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu er ánægður að hafa skrifað undir samninga við nítján leikmenn félagsins í einni lotu.
„Við höfum mikla trú á þessum strákum sem hafa tekið þátt í ævintýrinu og það er gaman að sjá að þeir hafa sjálfir trú á verkefninu sem framundan er.“
Leikmennirnir nítján eru:
Agnar Guðjónsson
Arnar Þór Helgason
Bessi Jóhannsson
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Gunnar Jónas Hauksson
Halldór Kristján Baldursson
Jón Ívan Rivine
Júlí Karlsson
Kristófer Melsteð
Kristófer Orri Pétursson
Óliver Dagur Thorlacius
Óskar Jónsson
Patrik Orri Pétursson
Pétur Theodór Árnason
Sigurvin Reynisson
Sölvi Björnsson
Valtýr Már Michaelsson
Grótta og KR endurnýja samstarfið í 2. og 3. flokki kvenna
Knattspyrnudeildir Gróttu og KR hafa náð samkomulagi um áframhaldandi samstarf í 2. og 3. flokki kvenna.
Continue readingJóna, Þorbjörg og Rut í Hæfileikamótun KSÍ
Þrjár Gróttustelpur hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ sunnudaginn 17. nóvember.
Continue readingOrri og Grímur: Við erum allir í þessu saman
Gróttumennirnir Grímur Ingi Jakobsson og Orri Steinn Óskarsson eru komnir heim eftir að hafa spilað með U17 ára landsliði Íslands í forkeppni EM í Skotlandi.
Continue readingTinna Brá í úrtakshóp U17 ára landsliðsins
Tinna Brá hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðsins sem æfir saman 20.-22. nóvember
Continue readingOrri Steinn til FCK
Orri Steinn Óskarsson og knattspyrnudeild Gróttu hafa gert samkomulag við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn um að Orri Steinn gangi til liðs við U17 ára lið félagsins sumarið 2020.
Orri verður því fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu.
Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður.
Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki.
Frá leiknum eftirminnilega við Hött hefur Orri spilað 17 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði einmitt fyrsta mark Gróttu í 4-0 sigrinum á Haukum í lokaleik sumarsins 2019 þegar Grótta tryggði sér sigur í Inkasso-deildinni. Orri tók þátt í meira en helmingi leikjanna í Inkasso-ævintýrinu í sumar en Óskar Hrafn þjálfaði liðið ásamt Halldóri Árnasyni.
Orri Steinn hefur látið að sér kveða í yngri landsliðum Íslands síðustu tvö ár og hefur nú leikið 13 landsleiki og skorað í þeim 16 mörk! Orri er nýkominn heim úr ferð með U17 ára landsliðinu en viðtal við hann og Grím Inga Jakobsson má lesa hér: https://www.grottasport.is/2019/10/31/grimur-og-orri-vid-erum-allir-i-thessu-saman/
Grótta óskar Orra Steini, fjölskyldu hans og samferðafólki innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með ævintýrum hans á komandi misserum.