Uppskeruhátíð handboltadeildar Gróttu var haldin hátíðleg 2.júní síðastliðin. Við þökkum fyrir frábært tímabil. Fyrir neðan eru ljósmyndir frá uppskeruhátíðinni. Ljósmyndir eru teknar af Eyjólfur Garðarsson
Continue readingÞrír ungir og efnilegir semja við Gróttu
Á dögunum skrifuðu þrír ungir og efnilegir handboltamenn undir samninga við handknattleiksdeild Gróttu. Það voru þeir Gísli Gunnarsson, Hannes Grimm og Jóhann Kaldal Jóhannsson. Drengirnir þrír eru allir enn gjaldgengir í 3. flokk. Allir hafa þessir drengir leikið með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.
Continue readingLárus Gunnarsson framlengir
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið til tveggja ára við Lárus Gunnarsson. Lárus stóð í markinu hjá Gróttuliðinu ásamt nafna sínum í vetur og lokaði hreinlega markinu á köflum. Það eru því mikil gleðitíðindi að Lárus hafi framlengt samning sinn við félagið. Lárus Gunnarsson er 21 árs gamall og hefur leikið með Gróttu alla sína tíð að frátöldu stuttu stoppi hjá Val.
Continue readingDaði kom við sögu gegn Völsungi
Fótbolti.net fjallaði í morgun um Daða Má P. Jóhannsson, gríðarlega efnilegan og duglegan 14 ára leikmann á yngra ári í 3. flokki karla sem hefur aðallega æft og leikið með 2. flokki.
Continue readingÞráin Orri Jónsson framlengir
Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.
Continue readingAron Dagur Pálsson framlengir
Aron Dagur Pálsson framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Aron Dagur er 19 ára leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu. Síðasta vetur spilaði Aron Dagur mikilvægt hlutverk sem skilaði liðinu 5. sæti í deild og 2. sæti í bikar.
Continue reading30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu
Í tilefni af 30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu verður haldin afmælissýning laugardaginn 28. maí þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar sýna listir sínar. Farið verður yfir sögu deildarinnar í máli og myndum og boðið verður upp á afmæliskaffi í lok sýningar.
Continue readingSnorri Páll á láni frá Stjörnunni
Grótta hefur fengið miðjumanninn Snorra Pál Blöndal frá Stjörnunni. Snorri Páll skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Stjörnuna og kemur á lánssamningi til Gróttu út tímabilið.
Continue readingKæru stuðningsmenn Gróttu
Á morgun, föstudag leikur kvennalið Gróttu þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi gegn Stjörnunni. Eins og Gróttufólk og Seltirningar vita þá er staðan 2-0 fyrir Gróttu og getur liðið með sigri í leiknum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.
Continue readingGrótta B-deildarmeistari í Lengjubikar
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og urðu Lengjubikarmeistarar í B-deild eftir sigur á Magna frá Grenivík í fjörugum leik sem fram fór í Boganum á Akureyri í dag.
Continue reading