Grótta með 12 lið á Símamótinu

Hátt í 80 Gróttustelpur kepptu á Símamótinu í Kópavogi helgina 10-12. júlí. Um 2400 stelpur léku á mótinu sem er stærsta knattspyrnumót landsins!
5. flokkur Gróttu tefldi fram fjórum liðum sem samanstóðu af 31 stelpu, 6. flokkur kvenna var með 16 stelpur í þremur liðum og 7. flokkur kvenna fór með 28 stelpur í fimm liðum. Mótið var frá föstudegi til sunnudags og leikið var frá morgni til eftirmiðdags.
Grótta náði góðum árangri á mótinu í öllum flokkum. Grótta 1 í 7. flokki kvenna vann sinn riðil eftir 3-2 sigur gegn Njarðvík 1 í úrslitum og fóru því með bikar heim! Grótta 1 í 6. flokki kvenna komst í undanúrslit en töpuðu fyrir Hetti 1 2-1, og enduðu í 4. sæti. Grótta 1 í 5. flokki kvenna komst einnig í undanúrslit A-liðakeppni mótsins en töpuðu 2-1 fyrir Þrótti sem stóðu síðan uppi sem sigurvegarari, en Grótta endaði í 4. sæti.
Gróttustelpurnar upplifðu bæði sigra, töp og jafntefli, en leikgleðin var aldrei langt undan. Það er mikil upplifun að spila á Símamótinu og alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá ungum knattspyrnukonum. Keppendum frá Gróttu fer fjölgandi með ári hverju sem er skýrt merki um uppgang kvennafótboltans á Nesinu.
Stelpurnar stóðu sig með prýði á mótinu og voru Gróttu til sóma 👏🏼
Myndir: Eyjólfur Garðarsson og Sporthero.

Íþróttanámskeið í ágúst

Grótta ætlar líkt og síðustu ár að hafa sumarnámskeið í ágústmánuði. Öll börn eru hvött til að sækja námskeiðin og kynna sér íþróttirnar sem eru í boði í Gróttu. Engin krafa er gerð um reynslu til að taka þátt á námskeiðunum.

Continue reading

Ungir leikmenn semja við Gróttu

Í morgun skrifaði knattspyrnudeild Gróttu undir samninga út árið 2021 við sex leikmenn meistaraflokks kvenna. Um er að ræða stelpur á aldrinum 16-19 ára sem komu flestar inn í liðið í fyrra og hafa allar spilað með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar. 

Þetta eru þær Tinna Brá Magnúsdóttir (16 ára), Rakel Lóa Brynjarsdóttir (16 ára), María Lovísa Jónasdóttir (17 ára), Lovísa Scheving (17 ára), Helga Rakel Fjalarsdóttir Hagalín (19 ára) og Edda Björg Eiríksdóttir (19 ára). 

Tinna Brá, Rakel Lóa, María Lovísa og Lovísa eru allar uppaldar í Gróttu. Tinna er markmaður, Rakel getur bæði leikið sem varnar- og miðjumaður, María leikur sem framherji eða kantmaður og Lovísa dreifir spilinu á miðjunni.

Helga Rakel er uppalin í Vesturbænum og lék upp yngri flokkana með KR og Gróttu/KR. Helga, sem leikur sem miðjumaður, var á láni hjá Gróttu í fyrra en skipti alfarið yfir síðasta haust. Edda Björg er uppalin á Höfn – hún lék með Sindra til 15 ára aldurs þar til hún skipti yfir í Val. Edda, sem getur bæði leikið sem kantmaður og bakvörður, gekk til liðs við Gróttu í vetur. 

„Það er mikið gleðiefni fyrir Gróttu að hafa samið við þessar frambærilegu stelpur. Þær hafa allar staðið sig vel og eru klárar í að halda áfram af fullum krafti í uppbyggingunni í Gróttu.“ sagði Magnús Örn Helgason þjálfari meistaraflokks kvenna.

„Hér erum við að semja við sex stelpur sem hafa allar spilað stórt hlutverk í sumar og munu bara eflast á næstu  árum. Framtíðin er sannarlega björt hjá meistaraflokki kvenna.“ sagði Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar þegar samningarnir voru undirritaðir.

Tinna Brá Magnúsdóttir, Lovísa Scheving, Rakel Lóa Brynjarsdóttir, María Lovísa Jónasdóttir og Birgir Tjörvi Pétursson.

Edda Björg Eiríksdóttir og Helga Rakel Fjalarsdóttir Hagalín.

Skráning fyrir Stubbafimi hafin

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum fimleikadeildar Gróttu. Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Continue reading

5. flokkur karla á N1 mótinu

5 flokkur karla hélt til Akureyrar í síðustu viku til að spila á hinu fræga N1 móti. Mótið hófst á miðvikudegi og spilað var til laugardags. Grótta fór með fimm lið á mótið og stóðu drengirnir sig með prýði innan sem utan vallar! Fleiri skemmtilegar myndir má sjá á instagram síðu knattspyrnudeildarinnar @grottasport